RUV berst enn við vindmillur

Það er ekki slegið af á fréttastofu RUV, í baráttunni fyrir báðar Samfylkingarnar. Ekki laust við að manni komi til hugar sagan af Don Kíkóti.

Í dag fann fréttastofan sér nýjann "álitsgjafa" og greinilegt að valið hefur verið þaulhugsað. Þessi ólánsmaður sem nú hefur sett sitt menntaorðspor á altari fréttastofu RUV, heitir Birgir Guðmundsson og titlar sig stjórnmálafræðing við Háskólann á Akureyri. 

Þessi stjórnmálafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokkur hefði málað sig út í horn um helgina, með afdráttarlausri afstöðu gegn aðildarumsókninni. Sagði hann m.a. að annars vegar væru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur og hins vega allir hinir.

Fyrir það fyrsta er þessi fullyrðing ekki rétt, þar sem bæði Hægri grænir og tilvonandi Landsbyggðaflokkur eru einnig á móti aðild. Hitt skiptir þó kannski meira máli er að það er ekki fjöldi flokka sem ræður, heldur sá þingmannafjöldi sem þeir ná í kosningum. Það er magnað að maður sem titlar sig stjórnmálafræðing skuli ekki átta sig á þessari staðreynd.

Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur geti náð upp undir helming allra atkvæða, en Samfylkingarnar samtals um eða innanvið 25%. VG og önnur framboð eiga litla möguleika á að koma mönnum á þing og því munu atkvæði þeirra detta dauð niður. Því má gera ráð fyrir að þingmannafjöldi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar geti náð yfir 40, meðan litla og stóra Samfylking fá einungis um 20 þingmenn. 

Þessi niðurstaða væri í takt við skoðanakannanir um vilja landsmanna til aðildar að ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband