Skilningsvandi Gylfa Arnbjörnssonar

Gylfi Arnbjörnssons ritar grein í Pressuna, þann 24. febrúar. Tilefnið er samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að aðildarumsókn skuli dregin til baka.

Gylfa er greinilega mikið niðri fyrir yfir þessari samþykkt, enda er hún í raun staðfesting þess að ekki verði lengra haldið á þeirri braut að sinni og hugsanlega aldrei. Sem kunnugt er hefur Gylfi verið einn aðaltalsmaður aðildar og beytt ASÍ fyrir sig í þeim áróðri, í algjörri óþökk mikils meirihluta launafólks í landinu.

Sem fyrr velur Gylfi að ræða málið á mjög þröngann hátt og beytir sem rökum nærri ársgamalli skýrslu sem samin var fyrir Seðlabankann. Skýrslan er svo aftur byggð á röngum forsendum, þar sem neysluviðmið eru kolröng. Því er skýrslan ekki marktæk og alssendis útilokað að nota hana sem rök.

Má sem dæmi nefna að í forsendum þessarar skýrslu er gert ráð fyrir að neysluviðmið fimm manna fjölskyldu séu innanvið 300.000 kr á mánuði. Þriggja manna fjölskyldan á að geta lifað af rétt rúmum 200.000 kr. Það sér hver maður hversu veikur grunnur er undir þessari skýrslu, auk þess sem hún er orðin árs gömul.

En með hjálp hennar og óbilandi trú á evrunni, kemst Gylfi að því að vandi fjölskyldna þessa lands sé ekki skuldavandi, heldur krónuvandi. Að með aðild að ESB og upptöku krónunnar muni þessi vandi hverfa sem dögg fyrir sólu! 

Það vita allir hugsandi menn að hagkerfi þjóðar byggist upp á tvennu, tekjum og gjöldum. Þriðji þátturinn, hagstjórnin, segir síðan til um hvernig jafnvægi er náð þarna á milli. Gjaldmiðillinn kemur þessu ekkert við og engu skiptir hvað hann heitir. Meðan gjöld eru hærri en tekjur og þeir sem með hagstjórnina fara ná ekki að breyta því, verður enginn hagvöxtur. Meðan slíkt ástand ríkir bitnar það fyrst á þeim sem minnst mega sín. Jafnvel þó evra væri hér, væri vandi heimila jafn mikill, ef ekki verri. A.m.k. má slá því föstu að atvinnuleysi væri mun meira.

Hvort Ísland á að ganga í ESB er fyrst og fremst pólitísk spurning. Að ætla að reyna að blanda skuldum heimila í þá umræðu er lúalegt og gjörsamlega út í hött. Ástæða þess er að það er ljóst að Ísland er ríkara land en svo að því takist að vera þyggjandi í því samstarfi. Héðan mun alltaf fara meira fé til Brussel, en þaðan kemur aftur. Því mun það kosta okkur að vera aðili að ESB. Haldið hefur verið fram að sparnaður við að þurfa ekki að halda úti eiginn gjaldmiðli komi þar á móti, en sá sparnaður mun einfaldlega ekki duga. Því er ljóst að á Ísland muni halla fjárhagslega, með aðild að ESB. Það hefur reyndar enginn þeirra fáu aðildarsinna sem hægt er að telja málsmetandi, andmælt þessari staðreynd.

Því er ljóst að þar sem vandi landsins liggur fyrst og fremst í því að gjöld eru hærri en tekjur, að aðild mun einungis auka vanda heimila landsins.

Pólitísk afskipti Gylfa Arnbjörnssonar eru með öllu ólíðandi. Hann er í forsvari fyrir um eða yfir 100.000 launþega í landinu. Það er ljóst að þessir launþegar hafa mismunandi skoðanir í pólitík. Starf Gylfa er að standa vörð um hag þessara launþega, ekki afskipti af pólitík. Fyrir síðasta þing ASÍ, í haust, var honum gerð grein fyrir því að þessum pólitísku afskiptum hans yrði að ljúka, að öðrum kosti yrði annar settur í hans stað sem forseti sambandsins. Svo virtist vera sem þetta ætlaði að duga, vikurnar fyrir þing ASÍ og fyrstu vikurnar á eftir hélt hann sig algjörlega frá þessari umræðu. En svo fór hann að falla í sama farið aftur. Við afsögn sína úr Samfylkingunni, skömmu fyrir jól, héldu sumir að nú ætlaði hann að einhenda sér í þau verk sem hann fær laun fyrir, hagsmunagæslu fyrir launþega. En það var aldeilis ekki. 

Þessi grein hans í Pressunni er sennilega með svæsnustu pólitísku greinum Gylfa. Þar kemur hann með fullyrðingu byggða á hæpnum forsendum til að gagnrýna pólitíska ákvörðun eins ákveðins stjórnmálaflokks í landinu. Ef þessi gagnrýni hans hefði verið út á það að þessi flokkur tekur ekki afstöðu gegn vertryggingunni, hefði kannski verið hægt að tala um að hann væri að tala máli launþega, en þar sem hún er gegn ákvörðun flokksins í pólitísku máli, er hann að tala máli tveggja pólitískra afla í landinu, litlu og stóru Samfylkingu.

Skilnigur Gylfa á vanda heimila landsins er takmarkaður, ef nokkur. Hann er ekki meira inn í þeim málum en svo að hann verður að leyta til Seðlabankans um upplýsingar. Skilningsleysið opinberast svo fullkomlega þegar hann tekur gagnrýnilaust við skýrslu sem ekki stenst neinar staðreyndir og hann notar hana sem rök fyrir sínu máli. Það er deginum ljósara að innan ASÍ eru til þær upplýsingar sem Gylfi þarf, upplýsingar sem eru sennilega mun nær sannleikanum en þessi skýrsla SÍ, kannski of nærri sannleikanum fyrir Gylfa. Engann skal engann undra þó launþegar þessa lands séu búnir að fá nóg af Gylfa Arnbjörnssyni. Þegar sá sem tekur að sér að verja hagsmuni launþega, horfir fyrst og fremst til þess að verja hagsmuni fjármagnseigenda og stendur í pólitísku þrasi, er ekki von að trú launþega á manninum sé mikil!

Hægt væri að rita langann pistil um þjónkun Gylfa við fjármálaöfl landins, þar sem hann hefur varið verðtrygginguna með kjati og klóm. Það mun bíða að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Það verður ekki skafið af Gylfanum að hann er heimskur. Hann hefur ekkert kynnt sér ályktanir Landsfundarins, heldur setur fram alrangar fullyrðingar. Gylfinn segir til dæmis:

 

»Sjálfstæðisflokkur.....telur hagsmunum okkar best borgið með að halda í Íslendsku krónuna um ókominn ár.....«

 

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1284783/

 

Landsfundurinn ályktaði þvert á móti, að tekið yrði upp fastgengi og Seðlabankinn yrði lagður niður, enda skaðleg stofnun. Ætli Gylfinn hafi verið að kynna sér stefnu Samfylkingarinnar, sem hann hefur þó nýlega yfirgefið ? Einnig segir Gylfinn:

 

»Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill í raun vinna í þágu heimilanna hlýtur hann að einbeita sér að rót vandans og það er mikil verðbólga og háir vextir vegna óstöðugs gjaldmiðils.«

 

Í ályktun Landsfundar segir:

 

»Landsfundur telur að stöðugleiki í efnahagsmálum sé nauðsynleg forsenda kraftmikillar uppbyggingar í atvinnulífinu og verðmætasköpunar. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs, háir vextir, mikil verðbólga og óstöðugur gjaldmiðill hefur í för með sér mikinn kostnað fyrir atvinnulíf sem bitnar sérstaklega á nýsköpun og fjárfestingu«.

 

Leið Sjálfstæðisflokks er upptaka fastgengis, sem Gylfinn vill ná fram með innlimun landsins í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar leið Gylfans og ljóst er að hann hefur tapað glórunni og bullar, vegna þeirrar staðreyndar.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 25.2.2013 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband