Áttaviltir kratar

Ég er nú svo einfaldur að ég hélt að tillaga formanns og framkvæmdastjóra Samfylkingar um að bæta aftan við nafn flokksins orðinu jafnaðarmannaflokkur, væri til þess að reyna að rétta af hallan á Samfylkingarskútunni. Að eftir þessi fjögur ár sem flokkurinn hefur leitt ríkisstjórnina, væri nauðsynlegt að segja flokksfélugum fyrir hvað flokkurinn þykist standa, enda vinnubrögð stjórnvalda síðustu fjögurra ára nokkuð langt frá því að orðið jafnaðarmennska komi manni í hug.

Það kom mér því á óvart að sjá að þarna er um gamalt mál að ræða, meira að segja deilumál. Þetta hafði algerlega farið framhjá mér.

Það sem manni dettur fyrst í hug er hversu áttaviltir kratar eru. Þeir verða að hafa það í nafni síns flokks fyrir hvað þeir þykjast standa. Annars er eins og þeir gleymi því. Staðfestan er ekki meiri en það!

Enginn annar flokkur hefur þurft að gera slíkt, fyrir utan auðvitað gamla Alþýðubandalagið, sem einnig hélt um tíma að hann væri jafnaðarmannaflokkur. Þar fóru, eins og allir vita, kommúnistar, en kannski var það viðurnefni viðkvæmt á þessum tíma sem deilan stóð milli krata og komma, svo skömmu eftir fall ráðstjórnarríkja Sovétríkjanna.

Það er vonandi að krötum takist nú að finna sína stefnu. Ef þeir þurfa að bæta henni aftan við nafnið á flokk sínum er einfaldast að skrifa bara; Samfylkingin - ESB.  Það ætti ekki að vera flókið fyrir krata að muna slíkt nafn á flokk sínum!

 


mbl.is Deilt um Jafnaðarmannaflokk Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband