Vekur yl

Það hlýnar sjálfsagt um hjartarætur vestfirðinga að sjá hversu mikil samstaða er á Alþingi um þann vanda sem að þeim steðjar og þá ógn sem þeir búa við. Fulltrúar allra flokka lýsa yfir miklum áhyggjum og meira að segja Ömmi tekur undir.

Ekki er þó víst að sá ylur sem vestfirðingar verða fyrir nú dugi þeim í næsta veðuráhlaupi, eða því þar næsta, þegar rafmagnslínur slitna og þeir sitja í köldum húsum sínum, án síma og sjónvarps. Það er ekki heldur víst að þessi ylur sem þeir verða fyrir nú dugi gegn ófærðinni og snjóflóðunum sem falla á vegina hjá þeim þá.

Það er nefnilega til lítils að tala um hlutina, það eru verkin sem tala. Veturinn er ekki búinn og annað áhlaup getur skollið á með litlum fyrirvara. Þá er víst að ekkert verður búið að gera til bóta fyrir vestfirðinga þegar næsti vetur gengur í garð.

Það er hætt við að það heyrðist hljóð úr horni ef viðlíka neyðarástand skapaðist í Reykjavík, jafnvel þó einungis félli niður farsímakerfið þar. Þá er hætt við að ekki væri verið að ræða vandann á Alþingi, það væri þegar allt komið á fulla ferð til endurbóta og nægir peningar til. En vestfirðingar geta beðið. Þeim nægir að fá smá vorkun á Alþingi.

 


mbl.is Í reynd neyðarástand á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband