Enn er beitt blekkingum

Einfaldri spurningu Einars K Guðfinnsonar gat Steingrímur snúið upp í andhverfu sína og beitir hann blekkingum í sínu svari.

Hið rétta er að niðurfærsla skulda heimila landsins er ekki 200 milljarðar heldur einungis um 50 milljarðar. 150 milljarðar eru leiðréttingar lána vegna dóma Hæstaréttar um ólöglega starfsemi banka og lánafyrirtækja. Um það var Einar ekki að spyrja.

Það er hins vegar rétt hjá ráðherranum, að ekki sé komið í ljós hver endanleg upphæð mun verða að ræða. Þó koma dómar Hæstaréttar því máli ekkert við, þeir munu einungis hækka þann hluta sem verður leiðréttur, ekki þann hluta sem er niðurfelldur.

Niðurfærsla lána heimilanna á eftir að hækka mikið. Því miður mun það þó ekki verða með þeim hætti að það komi fjölskyldum landsins til góða, heldur mun það verða með þeim hætti að þær fara á hausinn og bankinn því tilneyddur til að færa skuldir niður. Þær niðurfærslur munu því ekki koma til fyrr en eftir að fólk hefur misst sínar íbúðir.

En þessar niðfærslur sem ljóst er að muni verða miklar, munu einnig setja bankana í hættu, jafnvel þrot. Slíku þroti mun væntanlega fylgja þjóðargjaldþrot.

Þá er ljóst að ekki mun verða hægt að tryggja innistæður á bankabókum, eins og við síðasta hrun og þeir örfáu einstaklingar sem eiga þær innistæður munu þá fá sinn fyrsta skell. Þá munu þeir finna á eigin skinni hvernig þeim líður sem misst hafa allt sitt. Finna á eigin skinni hvernig stæðsti hluti landsmanna hefur liðið síðustu fjögur ár!!

Hitt er svo annað mál að þeir 50 milljarðar sem hægt er að segja að séu niðfærslur lána eru það ekki í raun. Þetta er einungis brot þeirrar fjárhæðar sem nýju bankarnir fengu við stofnun og fólst í því að lánasöfn voru færð á milli gömlu bankanna og þeirra nýju með miklum afslætti. Því er auðvelt að segja að öll upphæðin sem Steingrímur nefnir, 200 milljarðar, séu leiðrétting en ekki niðurfærsla. Efitir stendur að bankarnir halda enn miklu af því fé sem þeir eignuðust við millifærslu lánasafnanna.

 


mbl.is Lán heimila færð niður um 200 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Sammála þér
Annars ætti SJS að hafa titilinn Blekkingamála ráðherfa

Magnús Ágústsson, 1.12.2012 kl. 05:08

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

160 milljarðar eru vegna gengislánadóma.

30+ vegna afskrifaðra lána aðila sem hafa farið á höfuðið.

Raunin sem eftir stendur og kallast "S-gjaldborgin" er 7,6 milljarðar... sem væri eins og að taka verðtrygginguna úr sambandi í HEILA TVO MÁNUÐI.

Óskar Guðmundsson, 1.12.2012 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband