Sá sem segir besta brandarann......

Máttur mælskunnar getur verið mikill, sér í lagi gagnvart fólki sem er óstöðugt í frjálsri hugsun.

Skilgreining Guðmundar Steingrímssonar á Bjartri framtíð er að þar fari flokkur sem er grænn, yfirvegaður, skynsamur og skemmtilegur. Hvað þessi upptalning þíðir er svo fólks að meta, þ.e. þeirra sem enn búa við frjálsa hugsun og láta ekki orðskrúð og mælsku setja sig út af laginu.

Flestir setja samasemmerki milli þess að vera "grænn" og þess að setja umhverfismál í forgrunn. En er það svo hjá Bjartri framtíð? Nú er það svo að þessi flokkur hefur ekki enn komið fram með neina alvöru stefnuyfirlýsingu, virðist vilja hafa frítt spil á því sviði. Það hefur þó komið fram í máli þeirra þingmanna sem flokkurinn hefur á að skipa að þeir aðhyllist inngöngu í ESB og að þeir eru opnir fyrir lagningu rafstrengs til Bretlands. Það er hætt við að umhvefismál megi sín lítils ef þetta tvennt verður að raunveruleika. Stundum er talað um að einhver sé "grænn" í öðru samhengi og kannski það eigi betur við um þennan flokk!

Yfirvegun er í flestum tilfellum dyggð. En þá getur svo farið að yfirvegun beinlínis sé til travala. Það er óljós sú lína sem liggur á milli yfirvegunar og óðagots, en ljóst þó að svo lengi geta menn yfirvegað mál að ekkert verði gert. Það er nokkuð ljóst hvað hér þarf að gera, svo hjólin fari að snúast, hvað hér þarf að gera svo fjölskyldum landsins og þá um leið landinu í heild sér verði bjargað. Núverandi stjórnvöld hafa skoðað það af mikilli "yfirvegun" allt þetta kjörtímabil og engin ástæða til að "yfirvega" þessi mál lengur. Nú er komið að athöfnum. Yfirvegun getur því beinlínis verið hættuleg, getur verið framkvæmdaletjandi.

Skynsemi Betri framtíðar er óljós, þar sem enn hefur ekki verið lögð fram stefna í hellstu málum þjóðarinnar. Það gæti þó verið mikil skynsemi hjá þeim sem haldnir eru ákvarðanafælni að hafa einmitt enga stefnu. Kannski skynsemi Bjartrar framtíðar liggi þar.

Skemmtilegheit eru góð þar sem þau eiga við. Vissulega má oft vera léttara yfir störfum Alþingis, en hvort sá léttleiki eigi að koma til af gríni er annað mál. Ef þingið sinnir sínu starfi og skilar árangri má vera ljóst að brúnin mun lyftast á þingmönnum og léttleikinn færast yfir þingið, léttleiki skapaður af því að búa til og sjá árangur. Grín og spaug á að fara fram á öðrum vígstöðvum en Alþingi.

Það er ljóst að þau fjögur orð sem Björt framtíð stendur fyrir munu ekki hjálpa fjölskyldum landsins að halda í sín hýbýli, mun ekki hjálpa til við að fækka atvinnulausum, mun ekki hjálpa til við að efla fyrirtækin og auka útflutningtekjur landsins. Þessi atriði eru þó grunnur þess að Ísland haldist áfram í byggð sem sjálfstæð þjóð. Það er nauðsynlegt að Björt framtíð komi fram með sýnar hugmyndir á þessum sviðum. Að segjast vera grænn, yfirvegaður, skynsamur og skemmtilegur eru einungis orð. Ekkert þeirra segir til um hvernig taka skuli á vanda þjóðarinnar.

Því má segja að Björt framtíð sé græn (viti ekkert), yfirveguð (haldinn verkfælni), skynsöm (lætur ekki hanka sig á einhverri stefnuyfirlýsingu) og skemmtileg (getur sagt brandara).

Hitt er svo aftur rétt hjá Styrmi, að enginn skyldi vanmeta Jón Gnarr, formanni Besta flokksins, annars tveggja móðurflokka Betri framtíðar. Taki hann til við að boða sitt "fagnaðarerindi" er hætt við að enn fleiri óstöðugar sálir glepjist. Mælsaka þess manns er kannski ekki eins góð og þeirra Guðmundar og Róberts, en hann á einstaklega gott með að beyta fyrir sig gríni.

Það er illa komið fyrir þjóðinni þegar froðusnakk og glens vegur hærra á Alþingi Íslendinga en stefnumál. Þegar svo er komið að þjóðin gengur til kosninga og gefur þeim aðila sitt atkvæði sem sagði besta brandarann, eða gat talað mest um ekkert!!

 


mbl.is Vanmeti ekki Jón Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert heilaþveginn froðusnakkari, fordómafullur lýðskrumari og redneck smáborgari. Það væri óskandi þú færir að kynna þér allar hliðar á málum áður en þú tjáir þig um þau (smá vísbending öll mál hafa alla vega 5-7 hliðar!) og hugsaðir eitthvað í alvörunni og af smá dýpt í stað þess að vera bara með væl og tilfinningasemi eins og kelling, stjórnað af því hvernig fjölmiðlar vilja þér líði gagnvart hinum ólíkustu málum. Sem er sérstaklega mikilvægt í landi "frjálsrar" fjölmiðlunar þar sem tengdasonur forsætisráðherrans sér um að velja fréttirnar og sjónarhornið á RÚV, og sama sjónarhorn birtist svo í öllum Baugsfréttunum. Smá vísbending til þín um vitsmunalega stöðu þína: Hafði maður sömu skoðun og kunningjar manns á flestum málum, þá er maður varla hugsandi einstaklingur. Séu flestar skoðanir manns "réttar" og þær skoðanir sem eru meira "trendy" hverju sinni, er maður alveg örugglega yfirborðslegur, og við hötumst mest við þá sem birta okkur okkar eigin galla, sama á við um þig. Það sem Guðmundur virðist vera, er það sem þú í raun ert.

Vinsamlegast (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 03:16

2 identicon

*kelling í merkingunni smáborgaraleg, fasísk kjaftakelling sem er mikið fyrir tilfinningasemi og rógburð, sem sagt kjaftakelling. Kellingar eru til bæði karlkyns og kvenkyns, hvítar og svartar, hægri og vinstri.

Vinsamlegast (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 03:18

3 identicon

"Er pólitíkst viðundur, en aðhyllist þó sjálfræði einstaklingsins innan skynsamlegra marka og krefst þess að hafa frelsi til að hafa mína skoðun á öllum málum!!" Eða wanna-be Jón Gnarr, sem heldur að það sé töff að skilgreina sig svona, því hann er svo vinsæll, en ert í raun bara redneck hillbilly með "réttar" skoðanir á öllu sem vælir eftir því sem yfirboðarar þínir á RÚV, Stöð 2 og Vísir.is og fordómar mannsins á götunni ýta á takka og toga í strengi. Vélmenni sem telur sig hugsandi. Heilaþvegið fórnarlamb djúpstæðra og illupprætanlegra fordóma sem heldur hann sé víðsýnn.

Vinsamlegast (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 03:21

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka málefnalegt innskot "Vinsamlegast". Verst er að ég skil hvorki upp né niður í því sem þú segir.

Það ber þó ekki mikinn vott um hugrekki hjá þér að þora ekki að skrifa undir eigin nafni, nema þú skammist þín svo mikið fyrir skrif þín!!

Gunnar Heiðarsson, 3.12.2012 kl. 03:51

5 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Gunnar ég er sammála Styrmi, En þú skrifar um froðusnakk Borgarstjórans,

hvernig var Alþingi í síðustu viku, Illugi með málþóf enga tillögu lagði hann fram eins og Þór Sari, ég held að Jón Gnarr fari á móti Hönnu Birnu og það verði tveggja turna keppni

önnur framboð fái lítið, eða dauðariðillinn eins og Bjarni Fel og aðrir fótbolta serfræðingar segja.

Bernharð Hjaltalín, 3.12.2012 kl. 07:54

6 Smámynd: Elle_

Hinn svokallaði stjórnmálaflokkur Guðmundar lítur út fyrir að vera ansi leiðinlegur, ótrúlega ófaglegur og næfurþunnur.  Orð út í loftið og ekkert innihald. 

En hver var þessi græni, afsakið guli, að ofan?

Elle_, 3.12.2012 kl. 07:58

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Björt Framtíð er bara útibú fyrir óánægjufylgi frá LANDRÁÐAFYLKINGUNNI og virðist ætla að standa þá vakt ágætlega.......

Jóhann Elíasson, 3.12.2012 kl. 08:02

8 identicon

Það lítur út fyrir að Gnarr sé einmitt skársti borgarstjóri síðustu áratuga, hinir hafa verið umvafnir rugli og spillingu.
Menn þurfa að vera helv blindir til að pota þessum gömlu flokksjálkum, eiginlega sauðir

DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 09:58

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bernharð, það er spurning hver sýnir Alþingi meiri virðingu, þeir sem vilja ræða málin eða hinir sem sitja og þegja. Þeir sem líta stofnunina sem löggjafasamkomu eða hinir sem líta hana einhverskonar afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Það ber að skoða þetta mál út frá því að aðilar vinnumarkaðarins gáfu frá sé yfirlýsingu um mikinn ugg vegna þessa frumvarps, eftir að það kom úr nefnd. Er óeðlilegt að ræða málið eftir slíka yfirlýsingu?  Hitt er anna mál að enginn þarf að efast um að Alþingi setti verulega niður við athafnir þeirra tveggja sem hófu mótmælagöngu með spjöld í hendi í sal Alþingis!

Elle, ekki veit ég hvar sá guli var, greinilegt að skrif mín fóru verulega í taugar hans.

Jóhann, sammála þér, Björt framtíð er óskilgetið afkvæmi Samfylkingar og Besta flokks, getið í synd.

Doctor E, oft hef ég verið sammála þínum skrifum en ekki nú. Hvaða munur er á vinnubrögðum Gnarr og annara fyrrum borgarstjóra? Hvað er hann að gera sem gerir hann svo frábærann? Er minni spilling inna stjórnkerfis Reykjavíkur nú en áður? Hverjir manna allar hellstu stöður nefnda og ráða borgarinnar, að ekki sé minnst á þau fyrirtæki sem borgin á hlut í? Hversu mikið hefur borgarstjórn undir handleiðslu Gnarrs fjölgað fólki í efstu lögum stjórnsýslunnar og hvernig hefur í flestum tilfellum ráðnig farið fram í þær stöður?

Því miður, en þá sé ég ekki annað en að Gnarr hafi verið fljótur að læra hvernig spillingin virkar! Að halda því fram að Gnarr sé að stjórna borginni á einhvern annan og betri hátt en aðrir sem á undan honum hafa verið, er mér og flestum frekar framandi fullyrðing!

Ég bý þó ekki í Reykjavík og á ekki beinna hagsmuna að gæta af setu Gnarrs við tjörnina, en sem Íslendingur hef ég óbeinna hagsmuna að gæta. Reykjavík er jú höfuðborg Íslands, borg ALLRA landsmanna, þó við sem búum utan borgarmarkanna fáum ekkert um það ráðið hverjum er treyst fyrir stjórn hennar.

Hins vegar hef ég beinna hagsmuna að gæta um stjórn landsins, eins og allir landsmenn. Því óttast ég að Besti flokkurinn komist í einhverskonar oddastöðu á Alþngi, þar sem hann getur ráðið hvernig ríksstjórn verði mynduð. Það er skelfileg hugsun ef slíkt vald færist í hendur þeirra sem ekki einu sinni hafa komið fram með stefnu um hvert þeir hyggjast ætla að stefna, næst kjörtímabil.

Ég spyr þig Doktor E, er það til of mikils mælst að þessi flokkur upplýsi þjóðina um hvernig hann hyggst ætla að taka á vanda fjölskyldna landsins, hvernig hann ætlar að taka á atvinnuleysinu, fátæktinni, aðbúnaði og svikum núverandi stjórnar við aldraða og öryrkja eða að hverju hann ætlar að stefna svona yfirleitt? Hvað þessi flokkur ætlar að gera varðandi atvinnuuppbyggingu, ofsköttun þjóðarinnar og skuldamálum ríkissjóðs? Svona mætti lengi telja og algjörlega á kristaltæru að það að kalla sig grænann, þykjast vera yfrvegaður og skynsamur og kunna að segja brandara, mun ekki hjálpa þjóðinni út úr þeim vanda sem hún er í.

Mun ekki brauðfæra fólk né veita því húsaskjól!!

Gunnar Heiðarsson, 3.12.2012 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband