Verðugur arftaki Jóhönnu

Guðbjartur Hannesson er verðugur arftaki Jóhönnu. Hann hefur reynnslu af launasamningum við forstjóra ríkisfyrirtækis og tókst nánast jafn vel til í slíku máli og Jóhönnu, þó viðkomandi ríkisstarfsmaður hafi þó ekki farið með það mál fyrir dómstóla, eins og ríkisstarfsmaðurinn sem Jóhanna samdi við.

En er Guðbjartur betri arftaki en Árni Páll? Árni hefur framyfir Guðbjart að honum hefur tekist betur til að fylgja Jóhönnu eftir við brot landslaga. Þó enn vanti nokkuð uppá að honum hafi tekist að ná henni á því sviði, er ljóst að hann er mun fremri Guðbjarti þar.

Svo eru það persónurnar sjálfar. Árna Pál þekki ég eingöngu úr landsmálapólitíkinni og því sem ritað og sagt hefur verið um störf hans þar. Af því sem þar hefur komið fram er ljóst að hann er nokkur refur í pólitík og skirrist ekki við að fara þær leiðir sem hann telur bestar fyrir sig sjálfann, hverju sinni.

Guðbjart kannast ég betur við, bæði úr sveitapólitík sem landsmálapólitík. Þar fer maður sem segir fátt en stendur oftast á sínu. Þó dómgreindarleysið hafi orðið honum að falli í sambandi við launasamning við einn ríkisstarfsmann, er ekki hægt að segja að það sé lýsandi um verk þessa manns. Guðbjart skortir hins vegar þá pólitísku refshugsun sem svo nauðsynleg er innan Samfylkingar. Það mun há honum verulega í baráttunni við Árna Pál.

Um það hvar þessir menn standa á pólitíska sviðinu er svo sem fátt að segja, enda óljóst hvar Kratar eru á litrófi pólitíkur, svona yfirleitt. Menn hafa skilgreint Árna sem fulltrúa hægri manna innan Samfylkingar en Guðbjart til vinstri innan flokksins. Vera má að þetta sé rétt, en þó tel ég að skilgreining sé nokkur önnur.

Að Árni láti fyrst og fremst poppúlisma ráða för, velji hverju sinni það sem hann telur gefa vinsældir fyrir sig persónulega, en að Guðbjartur horfi meira til grunngilda flokksins, hver sem þau svo eru, og reyni að vera heilli í sinni baráttu.

Sé þessi skilgreining rétt er ljóst að Árni Páll mun vinna sigur. Samfylkingin er full af poppúlistum en stefnumál eitthvað sem erfitt er að ná taki á innan þess flokks. Því mun verða auðveldara fyrir Árna Pál að ná eyrum flokksmanna.

 


mbl.is Guðbjartur fram gegn Árna Páli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband