Innbyggður vandi og skökk samkeppni

Hvers vegna er vandi Íbúðasjóðs svo mikill, meðan bankar landsins skila hagnaði upp á tugi milljarða á ári hverju?

Það skyldi þó ekki vera af þeirri einföldu ástæðu að við stofnun nýju bankanna voru lánasöfnin færð frá gömlu bönkunum með miklum afslætti og síðan hafa þessir nýju bankar haft fullt leyfi stjórnvalda til að rukka þessi lán að fullu.

Íbúðalánasjóður fékk enga slíka tilslökun á sínu lánasafni, sjóðurinn fékk engann afslátt. Það sama átti reyndar við um sparisjóðina og eru þeir nú allir fallnir.

Það er ljóst að samkeppnin milli nýju bankanna og Íbúðalánasjóðs er mjög skökk. Meðan bankarnir voru látnir fara á hausinn og endurreystir með óbeinum styrk upp á hundruði milljarða, með afslætti á lánasöfnunum og eru að rukka þessi söfn nú inn á fullu verði, var Íbúðalánasjóður með ríkisábyrgð og gat eki farið á hausinn. Það hefði jafngilt greiðslufalli ríkissjóðs. Því er vandi sjóðsins í dag sem hann er. Það á eftir að leiðrétta þessa skekkju.

Nú er ég alls ekki að mæla með þeirri aðferð sem farin var, að bankarnir fengju lánasöfnin með miklum afslætti og gæti síðan tekið þann afslátt til sín. Betra hefði verið ef sá afsláttur hefði einfaldlega runnið til lántakenda og bankarnir orðið að byggja sig upp af eigin rammleik. Byggja sig upp af staðreyndum. Þá er eins víst að hér væru bara tveir bankar í landinu, einungis einum fleira en þjóðin hefur efni á að reka. Þá hefði bankakerfið verið byggt upp af þörf, en ekki stórmennskubrjálæði!

Sú leið var valin að endurreysa nýju bankana á rústum þeirra gömlu og færa lánasöfnin á milli með miklum afslætti. Sú leið var valin að gefa þessum bönkum fullt leyfi til að rukka þessi lánasöfn að fullu. Það á eftir að velja þá leið að jafna stöðu Íbúðalánasjóðs við hina nýju einkabanka. Meðan það er ekki gert, mun sjóðurinn ekki getað rekið sig, samkeppnisstaðan er einfaldlega röng.

Það er ekki í fyrsta sinn sem þessi hugmynd Bjarna skýtur upp kolli á Alþingi, að Íbúðalánasjóður sé óþarfur og að einkabankar geti tekið yfir lán sjóðsins. Þessi hugmynd var sterk í sölum Alþingis í hinu svokölluðu góðæri. En málið er flóknara en svo. Íbúðalánasjóður hefur samfélagslegar skyldur. Það er ljóst að enginn einkabanki lánar fé nema hafa fulla tryggingu að baki þeim lánum. Þetta segir að einkabankar lána ekki til húsbygginga á landsbyggðinni, það gerðu þeir ekki í "góðærinu" og vissulega gera þeir það ekki nú. Þá kemur hið samfélagslega hlutverk Íbúðalánasjóðs til. Þangað geta þeir sem út á landi búa sótt sér lánsfé. Það er merkilegt þegar litið er til vanskila sjóðsins, að sjá að einungis lítill hluti vanskila er á landsbyggðinni, en meirihlutinn á höfuðborgasvæðinu.

Það samfélagslega hlutverk sem sjóðurinn sinnir mun leggjast af ef hann verður lagður niður. Engir einkabankar eru tilbúnir til að taka á sig slíkar skuldbindingar.

Svo er kannski það sem mestu skiptir. Ef sjóðurinn verður lagður niður munu einkabankarnir fá afslátt af lánasöfnum hans. Hver sá afsláttur mun verða er ekki gott að segja, en hann mun leggjast á ríkissjóð. Því væri kannski einfaldast að kanna hvað þessir bankar eru tilbúnir til að borga fyrir lánasöfn Íbúðalánasjóðs og láta síðan sjóðinn sjálfann njóta þess afsláttar. Ef bankarnir eru tilbúnir að taka yfir þessi lánasöfn með 200 milljarða afslætti, má allt eins láta sjóðinn sjálfann fá þá 200 milljarða. Það kæmi út á eitt, peningarnir yrðu alltaf teknir úr ríkissjóð. Það mætti þá nota hluta þeirrar upphæðar til að leiðrétta lán fjölskildna landsins og styrkja sjóðinn þannig. Sá styrkur kæmi til af þeirri einföldu ástæðu að verulega mun þá fækka þeim sem eru komnir í vandræði, eða stefna hraðbyr þangað.

Vandi Íbúðalánasjóðs liggur ekki í ríkisábyrgð, vandinn liggur í skakkri samkeppni.

Í góðum pistli Marínós G. Njálsonar, kemst hann að þeirri niðurstöðu að vandi sjóðsins sé innbyggður. Að vandinn liggi fyrst og fremst í því að tryggingar fyrir útlánum sjóðsins séu ekki verðtryggðar, meðan lánin sem sjóðurinn fjármagnar sig með eru það. Að vandi Íbúðalánasjóðs sé sá sami og lántakenda, hin skelfilega verðtrygging, sem allt er hér að færa í kaf. Þessi skýring Marinós er rétt. Þarna myndast mikið misræmi, sem veikir sjóðinn verulega. Innbyggður vandi.

En þessi vandi ætti einnig að vera í einkabönkum, hvað varðar lán til íbúðakaupa. Þeir hljóta að búa við sama innbyggða vandann. Því er eina skýringin á óhóflegum gróða þeirra að leita í þeim afslætti sem þeir fengu á lánasöfn, við endurreysn þeirra.

Það liggur því fyrir að verðtrygginguna þarf að afnema. Hún kemur engum til góða og má með rökum segja að einkabankarnir væru í sama vanda og Íbúðalánasjóður, ef þeir hefðu ekki fengið þann mikla afslátt á lánasöfnunum, við stofnun. Þá væri væntanlega verðtryggingin þeim jafn mikill innbyggður vandi og Íbúðalánasjóðs.

Auk þess að afnema verðtrygginguna, þarf að rétta samkeppnisaðstöðu Íbúðalánasjóðs gagnvart einkabönkunum.

Verði ekkert gert, verði áfram haldið við smáplástralækning á sjóðnum mun illa fara. Þá verður kostnaður ríkissjóðs mun hærri en ella. Sennilega hærri en svo að við verði ráðið!

 


mbl.is Vill endurskoða ríkisábyrgðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband