Svartur dagur í sögu verkalýðshreyfingarinnar

Það má með sönnu segja að dagurinn í dag sé svartur í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Þegar hreyfingin átti þess kost að auka lýðræðið innan sinna raða, með því að færa val á forseta ASÍ frá því miðstjórnarræði sem það hefur verið í, til launþega sjálfra, brast 210 fulltrúa á ársþingi ASÍ kjark!

Þar með hefur Gylfi Arnbjörnsson tryggt sig í sessi, svo lengi sem hann sjálfur kýs!

Fulltrúræði innan ASÍ er auðvitað nauðsynlegt, þar þurfa fulltrúar allra þeirra stéttarfélaga sem að sambandinu standa að eiga sitt sæti. Það segir þó ekki að foseti eða stjórn ASÍ þurfi að vera undir þessu fulltrúaræði. Það er ekkert sem mælir gegn því að forseti og stjórn sé kosin almennri kosningu launafólks. Þvert á mót mælir allt með slíkri lýðræðisbreytingu.

Eins og staðan er í dag er það í valdi þess forseta sem við völd er hverju sinni, hversu lengi hann vill gegna því embætti, þarf einungis að tryggja sér atkvæði 150 þingfulltrúa á ársþingi ASÍ. Um það hafa launþegar ekkert að segja. Þar breytir engu þó forseti ASÍ gegni ekki sínum skildum fyrir launafólk, það kemur bara málinu ekkert við. Þarna skiptir það eitt máli hvað sú persóna vill, sem gegnir embættinu.

Þetta fyrirkomulag er úrelt, er arfur þess tíma er forsjárhyggja þótti dyggð. Í daga er það aftur lýðræðið sem fólk vill, en 210 þingfulltrúar á ársþingi ASÍ, árið 2012, eru gungur. Þorðu ekki að stíga skrefið til aukins lýðræðis. Það verður erfitt fyrir þetta fólk að horfa framaní félaga sína, þegar heim kemur!!

18. október 2012, mun í komandi sögubókum verða sagður svartur í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Sagnfræðingar framtíðar munu sjálfsagt eiga eftir að klóra sér í hausnum, þegar þeir reyna að skilgreina hvernig á því stóð að lýðræðið innan verkalýðshreyfingarinnar var svo herfilega sniðgengið þennan dag.

 


mbl.is Forseti ASÍ ekki kosinn beinni kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband