Hvers vegna er þá verið að sóa kvart milljarð í kosningu ?

Jóhanna segir að verði niðurstaða kosningarinnar jákvæð, verði gerðar breytingar á stjórnarskrá, þó ekki endilega víst að notaðar verði allar tillögur stjórnlagaráðs og ef niðurstaðan verður neikvæð á einnig að breyta stjórnarskránni. Hvers vegna er þá verið að kjósa?

Það er orðið ljóst að þessi vegferð stjórnvalda, sem upphaflega var hugsuð til sameiningar þjóðarinnar, hefur skapað meiri illindi og deilur en áður hefur þekkst um stjórnarskránna. Stjórnvöldum hefur að sinni einstöku snilld tekist að klúðra þessu máli, eins og öllum öðrum sem hún hefur komið að.

Þessi kosning, sem mun kosta um kvart milljarð króna, hefur engann tilgang. Betra hefði verið að Alþingi hefði tekið tillögur stjórnlagaráðs til efnislegra umræðu og ef vilji var til, gert frumvarp í framhaldi af því. Það frumvarp var svo hægt að leggja fyrir þjóðina, til samþykktar eða höfnunar. Það var hin eina rétta leið, úr því sem komið var.

Hitt er svo annað mál að formáli þessara tillagna stjórnlagaráðs var svo rangur, að aldrei gat frá því komið neitt sem þjóðin væri sátt við.

Eftir sem áður hvet ég alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn og hafna fyrstu spurningunni. Vanþroskuð hugsun stjórnvalda lítur svo á að þeir sem heima sitja séu málinu samþykkir, því eru mótmæli með heimasitju ekki kostur í þessari stöðu.

 

 


mbl.is Vill breytingar þó þjóðin segi nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver verður áætlaður framtíðarkostnaðurinn ef 10% geta heimtað þjóðaratkvæði og 2% lagt fram lagafrumvarp?

Almenningur (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 16:34

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita hefði verið eðlilegast að sitja heima þann tuttugasta og lofa þeim stjórnarliðum að eiga þessa skoðanakönnun Jóhönnu Sigurðardóttur. 

En vegna þess að það er gefið færi á að hafna framleiðslu þessa siðblinda stjórnlagaráðs þá ætla ég að gera það, en í engu öðru rýra það nei.     

Hrólfur Þ Hraundal, 18.10.2012 kl. 17:16

3 identicon

Hvers vegna? Ef svarið væri bara svo einfalt og fallegt að um fáráðlingsgang væri að ræða, einfeldni, eyðslusemi eða bara heimsku.

Ef þú villt komast nær hinu raunverulega svari, spurðu þig þá frekar hvers vegna sumir nauðgarar játa fyrst fórnarlambinu ást sína, gefa því jafnvel blóm, hvers vegna barnanauðgarar hafa fyrir því að vingast fyrst við barnið og ávinna sér traust þess, eða hvers vegna rómversku hermennirnir voru að hafa fyrir því að heiðra Jesús og skreyta hann meintri "kórónu" (sem var aum eftirlíking úr þyrnum, til að hæðast en ekki heiðra). Þá ferðu að skilja hvaða andi stírir þessu fólki, og hver er rót hins djúpstæða háðs og aðhláturs að lýðræðinu, þessum dýrmæta fjársjóð sem milljónir hafa þegar gefið líf sitt fyrir svo mannkynið mætti verða frjálst, og hversu djúpt það er, hatrið á bak við háðið sem býr til þessar eftirlíkingar og reynir að stuðla að gerfilýðræði, lýðnum til óheilla, og, ef vonir aðhlægjendanna rætast, einnig til afmennskunnar, siðferðilegrar og andlegrar hnignunnar, blekkingarfjötra og djúprar óhamingju.

 Ef aðeins íslenska þjóðin hefði fengið raunverulegt tækifæri á raunverulegum lýðræðisumbótum. En eftirlíkingin er ekki það sama og raunveruleikinn. Þyrnikóróna er ekki raunveruleg kóróna.

Og útsendarar "Rómar" eru ekki vinir nokkurrar þjóðar.

En endir gamla heimsskipulagsins nálgast, og þá verður svona fólki fundið viðeigandi starfsvettvangur, ellega komið úr umferð.

Mínar bestu þakkir til þeirra sem hafa stuðlað að góðum umbótum og breytingu þrátt fyrir geðveika forystu, sér í lagi til lýðræðishetjunnar Ögmundar Jónassonar, sem er fremstur meðal þeirra á þessu þingi hvers samviska og sál er ekki til sölu, veit hver hann er, og hefur hugrekki og heilindi til að bera til að breyta samkvæmt því sem er gott og rétt.

VIÐ munum sigra... (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 20:16

4 identicon

Bið geðsjúka og aðstandendur þeirra afsökunnar að hafa líkt útsendurum hins illa meðal forystu ríkisstjórnarinnar við þá. Illskan er ekki veiki eða fötlun. Hún á sér enga afsökun, og þetta fólk verður látið svara fyrir sín myrkraverk, í þessu lífi eða, í þyngra formi, annars staðar, láti það ekki af sinni illu breytni, sem tærir upp þeirra eigin sál og grefur þeirra eigin gröf. Frelsið er heilög gjöf. Engum skal dirftast að svipta öðrum manni því.

VIÐ munum sigra... (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 20:20

5 identicon

Ég vil ráðleggja þeim sem hafa til að bera pólítískan metnað, eða kannski lítinn en hafa þó valið sér þetta form sem útrás fyrir drottnunargirni sína, en bera enga raunverulega virðingu fyrir raunverulegu lýðræði, og skilja ekki eðli þess, tilgang né tilurð, að taka fyrstu vél til til dæmis Norður Kóreu, Íran eða Saudi Arabíu. Þar eru þeirra líkar velkomnir. Í lýðræðislegu samfélagi, byggðu á hinum dýra grundvelli frelsisbaráttunnar, helguðu með blóði píslavotta sem dóu svo aðrir mættu verða frjálsir, fjötrar falla og kúgurum verða steypt af stóli, er nærveru slíks fólks hins vegar ekki óskað, en heimti það samt sem áður að búa meðal okkar á það alla vega að lifa í friði við sitt og skipta sér ekki af lagaumgjörð okkar dýrmæta og dýrkeypta samfélags.

Þjóðin mun mæta á kjörstað full sorgar, eins og ung stúlka sem dreymdi alltaf um ástina, á leið í nauðungarhjónabandið sitt við gamla og andfúla kallinn sem borgaði pabba nokkrar geitur fyrir hana.

 Nauðungarhjónaband er ekki ást. Atkvæðagreiðsla sem ekkert mark er tekið á er heldur ekki atkvæðagreiðsla. Og gerfi lýðræði er ekkert annað, og ekkert meira, en fasismi.

Jón (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband