Þá er bara hinn kosturinn eftir !

Spænsk stjórnvöld hafna neyðaraðstoð. Þeim hugnast greinilega ekki sá bjarnargreiði. Þá er bara hinn kosturinn eftir, úrsögn úr evrusamstarfinu.

Spænsk stjórnvöld verða að gera eitthvað, það er engin von til að ástandið lagist af sjálfu sér, að sárið grói. Sama hveru lengi er beðið. Það leiðir einungis til enn meiri hörmunga.

Atvinnuleysi upp á nærri 25% og um helmingur vinnufærra fólks á aldrinum frá 18 til 25 ára án atvinnu, er ástand sem ekki getur viðgengist lengi. Það endar einfaldlega með skelfingu. Vaxtakrafa upp á yfir 7% er talin hærri en nokkurt ríki getur ráðið við, sér í lagi ef það hefur ekki eigin gjaldmiðil. Stórfelldur samdráttur í ríkisrekstri samhliða algeru hruni einkaframtaksins mun einungi virka sem bensín á eld hörmunganna.

Það er því ljóst að eina ráðið sem spænsk stjórnvöld eiga eftir er úrganga úr evrusamstarfinu og upptaka eigin gjaldmiðils. Það er hinn kosturinn. Þannig og einungis þannig hafa þeir einhverja möguleika á að lifa af, einhverja möguleika á að vinna sig út úr vandanum. Með því geta spænsk stjórnvöld fært gengi gjaldmiðilsins til þess raunveruleika sem efnahagskerfi þeirra býður upp á.

Þetta er vissuleg erfitt skref að stíga og ekki sársaukalaust. Það er þó betra að stíga þetta skref núna, áður en landið sekkur enn dýpra í fen evrunnar.

 


mbl.is Spánn útilokar neyðaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það væri vænt um að þeir nú stjórna á Spáni ættu til smá hugrekki því það er allt sem þarf. 

Allt um þetta mál er vitað og það hefur verið lengi vitað, en hugrekki og hreinlyndi hefur vantað.  

Hrólfur Þ Hraundal, 27.7.2012 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband