Blóðidrifnir upp að öxlum

Hvort stjórnarmenn SFF eru svona fljótir að gleyma, eða hvort þeir eru enn fastir í viðjum þess sem stundum er kallað "2007", er ekki gott að segja. Það er þó ljóst að bankahrunið, sem umbjóðendur þeirra stóðu fyrst og fremst að, undir vökulum augum SFF, virðist algerlega verið fallið út úr hug þeirra.

Þeir tala um "eitt ríkasta land heims". Verið getur að sýn þeirra nái ekki út fyrir veggi bankanna, sem eru yfirfullir af fé sem þeir hafa rænt grandvörum lántakendum. Sé svo er von að þeir telji land okkar eitt það ríkasta í heimi. En svona þeim til örlítillar upprifjunnar, þá hrundi bankakerfið hér haustið 2008, einkum vegna arfavitlausrar og ábyrgðarlausrar stjórnunar þeirra, nema auðvitað að það hafi verið með vilja gert. Sumir telja svo.

Við þetta hrun stökkbreyttust lán íbúðaeigenda, ríkissjóður tæmdist og svo landinu væri haldið gangandi og bankarnir yrðu endurreystir, þurfti að taka dýrt lánsfé erlendisfrá. Ekkert hefur enn verið gert af viti til hjálpar skuldsettum íbúðaeigendum, af íbúðum sem reyndar flestir eiga ekki lengur eina krónu í en sitja uppi með lánin af.

Vaxtagreiðslur af þeim erlendu lánum sem ríkissjóður þurfti að taka til viðreysnar bönkunum er gígatískur og að auki hefur lánið leikið okkur svo grátt að hér er við völd afturhaldsstjórn sem tekur hvert erlenda lánið af öðru til að viðhalda mörnum utaná ríkisbákninu.

Land sem rekið er áfram af erlendum dýrum lánum getur því ekki talist eitt af ríkustu löndum heims. Jafnvel þó bankakerfi þess sé uppfullt af fjármunum sem þeim var fært á silfurfati af misvitrum stjórnmálamönnum.

Meðan almenningur lifir við fátækt, meðan fyrirtækin eru rekin á horriminni og meðan við stjórnvölin eru afturhaldsöfl andskotans, sem sjá ekki aðra lausn en skattlagningu og lántökur, er þjóðin snauð! Það er lítið gagn af öllum þeim auði sem landið býður uppá, ef engum er gert fært að nýta hann. Það er lítið gagn af bankakerfi sem forðast að koma fé út í atvinnustarfsemi og skellir skollaeyrum yfir vanda húsnæðiseigenda, jafnvel þó þær stofnanir séu að springa af fé!

Það kemur því úr hörðustu átt þegar SFF ætlar að fara að miðla af sinni þekkingu. Þekkingu manna sem flestir eru blóði drifnir upp að öxlum af hruni bankakerfisins, haustið 2008!!

 


mbl.is Útlán ríkisins óæskileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband