Leynd og tortryggni

Auðvitað á að fá öll gögn um þetta mál upp á borðið. Ef það er svo gott sem menn vilja láta, gæti slík opinberun útrýmt allri tortryggni.

Það er þó þannig að því sem illa þolir dagsljósið er haldið í felum, en menn aftur fljótir að opinbera það sem þeir telja sér til hagsbóta. Því gerir sú leynd sem yfir málinu hvílir, það tortryggilegt. Leyndin ein hefur skaðað málstað Huangs Nuubo, ef fyrirætlanir hans eru af góðu sprottnar.

Þegar þær sveitarstjórnir sem standa að kaupum á landinu, sem Huang ætlar að leigja, fá ekki að sjá nein gögn fyrr en eftir að þau hafa samþykkt aðild að því, er vart að búast við að þingmenn fái aðganga að þeim, hvað þá almenningur.

Því mun leyndin enn hvíla yfir þessu áætlunum "skáldsins" frá Kína og tortryggnin fær að grassera eins og illkynjað kýli.


mbl.is Spyrja hvort allt sé með felldu í Grímsstaðamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ýmislegt sem tíminn leiðir í ljós og meðal annars þá hefur hann sýnt okkur það að Hreyfingin er nákvæmlega eins og hinir í Ríkisstjórn, það er ekkert að marka það sem kemur frá þeim frekar en fyrri daginn og þó svo að þau þykjast hafa hag Þjóðarinnar fyrir brjósti sér þá er bara ekki svo vegna þess að það eina sem þau gera er að væla um hitt og þetta en styðja svo allt saman...

Það mætti spyrja þau hvað líður um aðgerðir heimilunum til sem þau þykjast láta sig svo mikið varða og þykjast svo mikið að út á við gáfu þau það út að stuðningi við Ríkisstjórnina væri hætt...

Þau eru búinn að vera góður nálapúði fyrir þessa Ríkisstjórn sem því miður gerir það að verkum trúverðugleika sinn frá almenningi missa þau í staðinn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.7.2012 kl. 09:41

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hreyfingin, eins og reyndar allir hinir flokkarnir, hefur ákveðið að setja vanda heimilanna til hliðar um stund, Ingibjörg.

Þetta er nefnilega svo asskoti gott efni til að veiða atkvæðin á, fyrir næstu kosningar. Svona þegar líða fer á haustið munu þingmenn allra flokka allt í einu koma með loforðin og vertu viss, þingmenn Hreyfingar munu ekki slá þingmönnum gömlu flokkanna við í loforðaflaumnum.

Svo eftir kosningarnar fer það eftir því hvoru meginn þingmenn lenda, í stjórnarandstöðu eða stjórn, hvort þeir mögla eitthvað áfram eða þagna. En að halda að eitthvað raunhæft verði gert, að halda að einhverjir muni standa við stóru orðin, er í besta falli bjartsýni.

Gunnar Heiðarsson, 28.7.2012 kl. 09:55

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hreyfingin, ein flokka, hefur komið með raunverulegar hugmyndir um að leysa vanda heimilanna. Þau töluðu við Samfó fyrir ári en um leið og sást að Samfó hafði ekki áhuga á að efna sín kosningaloforð, var viðræðunum slitið. Lesa sér til, tuða svo.

Villi Asgeirsson, 28.7.2012 kl. 16:53

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki veit ég hvar þú ert staddur í heiminum Villi, en þó er greinilegt að þú fylgist ekki mikið með fréttum hér á landi.

Hreyfingin stóð í viðræðum við stjórnarflokkanna milli jóla og nýárs og voru þær viðræður grunnur þess að hægt var að reka Jón Bjarnason úr ríkisstjórn. Aftur vru uppi viðræður milli Hreyfingar og ríkisstjórnarinnar kringum páskana og svo enn og aftur undir lok þingsins í vor.

Í framhaldi af öllum þessum viðræðum tók ríkisstjórnin ákvarðanir sem hún hafði ekki meirihluta á þingi fyrir, nema með aðkomu Hreyfingar. Ekki verður þó séð að stjórnvöld hafi gert nokkuð af því sem Hreyfingin hefur talað fyrir, ekki að sjá að greiðinn hafi verið greiddur til baka.

Þessar viðræður rötuðu í fjölmiðla, ekkert er vitað hvort fleiri samningalotur milli stjórnarinnar og Hreyfingar hafi verið stundaðar, en ekki er það þó ólíklegt, þó ekki ætli ég að fullyrða um það.

Það er allavega ljóst að þú ferð með fleipur Villi, þegar þú heldur því fram að Hreyfingin hefi ekki rætt við Samfó eða ríkisstjórnina síðan fyrir ári síðan. Svo það er spurning hver ætti að lesa sig til.

Gunnar Heiðarsson, 28.7.2012 kl. 17:18

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þau ræða sennilega daglega saman, en það sem flestum svelgist á eru þessar viðræður fyrir síðustu jól. Þau voru tilbúin til að styðja stjórnina gegn því að viss mál í stjórnarsáttmálanum yrðu efnd. Þegar ljóst var að það gengi ekki eftir, hættu þau að ræða samstarf.

Hreyfingin hefur alltaf verið með skýra stefnuskrá og þau hafa stutt og hafnað málum eftir því. Stundum styðja þau stjórnarfokkana, stundum ekki. Fer eftir málinu.

Villi Asgeirsson, 28.7.2012 kl. 17:28

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú var ég auðvitað ekki viðstaddur þessar viðræður Hreyfingar við ríkisstjórnina. Ekki um jólin, páskanna, undir lok þingstarfa eða yfirleitt nokkurntímann.

En það er hægt að lesa úr hlutum, þ.e. hvernig aðilar haga sér eftir slíkar viðræður, þó frásögn þeirra sé önnur. Það er því ljóst að Hreyfingin hefur lofað ríkisstjórninni stuðningi, að öðrum kosti hefði ekki verið farið í aðgerðir sem stjórnin hafði ekki meirihluta fyrir.

Þá verður ekki séð að Hreyfingin hafi fengið neitt í staðinn, að stjórnin hafi þakkað þann stuðning. Auðvitað tryggðu þó þingmenn Hreyfingar sína setu á Alþingi örlítið lengur með stuðningi við stjórnina, en ekki vil ég trúa að það hafi ráðið gerðum þeirra.

Gunnar Heiðarsson, 28.7.2012 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband