Að hengja boðbera válegra tíðinda

Það er sorglegt að horfa og hlusta á það fólk sem fyllir sal Alþingis. Meðal þess eru einstaklingar sem er svo heimskir að þeir áttar sig ekki á hver vandinn er og kenna krónunni um, eins og hún sé einhver lifandi vera með sjálfstæða hugsun.

Krónan er einungis mælikvarði á efnahag landsins og hvernig spilað er úr spilunum hér heima. Vissulega er hægt að segja að spilamennskan sé ekki upp á það besta um þessar mundir, en það lagast ekki við að gefa upp aftur eða skipta um spilastokk, heldur einungis með því að fá betri spilara við borðið.

Þetta blessaða fólk, sem heldur að krónan sé með sjálfstæðann vilja, vill höggva af henni hausinn og taka nýjann gjaldmiðil. Ekkert smá gjaldmiðil heldur EVRU, sem berst nú fyrir lífi sínu af enn meiri ofsa en blessuð íslenska krónan, enda spilararnir við evruborðið síst skárri en þeir sem sitja í stjórnarráðinu!

En hvað ætlar þessir snillingar svo að gera þegar þeir hafa hoggið krónuna í spað og eru komnir með EVRU? Þá er hún ekki lengur mælikvarði á hvernig spilað er við stjórnarborðið. Hvaða mælikvarði kemur þá? Atvinnuleysi? Launalækkanir? Þessu verða snillingarnir að svara, þeir verða að segja okkur hvernig þeir ætla að taka á utanaðkomandi sveiflum!

Auðvitað er það rétt að krónan er lítill gjaldmiðill og því viðkvæmari fyrir utanaðkomandi sveiflum. Það er kannski réttara að orða það þannig að við notum krónuna til að taka við þeim sveiflum, í stað atvinnuleysis og lækkun launa.

Það er staðreynd, sem maður hefði haldið að þeir sem á Alþingi veljast, ættu að vita, að efnahagur landsins stjórnast ekki af gjaldmiðlinum, heldur öfugt. Með upptöku EVRU væru sveiflur ekkert minni, þær færu ekkert, heldur færðust aðeins til. Í stað sveiflna í gengi gjaldmiðilsins, kæmu sveiflur í atvinnuleysi og launum. Á þessu er þó undantekning, en hún endar alltaf með skelfingu, eins og sést í löndunum við Miðjarðarhafið.

Enn sorglegra er þó að hlusta á menn, sem hafa í starfi sínu sýnt mikinn þroska og komið sínum fyrirtækjum vel fyrir, láta hafa sig af fíflum í þessari umræðu. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, hefur hingað til verið mikilsmetinn maður í viðskiptalífinu. Hann er nú genginn í gryfju stjórnmálanna og lætur ákveðinn stjórnmálaflokk nota sig sem gólftusku. Það er ekki eins og þessi maður eða fyrirtæki hans eigi neinna hagsmuna að gæta, fyrirtæki hans hefur gert sitt bókhald upp í dollurum um langt árabil! Hvers vegna notar hann ekki draumagjaldmiðilinn, EVRU?

Meðan stjórnmálamenn telja gjaldmiðil landsins vera sökudólg, eru þeir ekki trúverðugir!! 

 


mbl.is Óbreytt stefna ekki valkostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru sömu sauðir og halda að peningarnir verði til í Ríkiskassanumm og það sé þeirra að koma sem mestu út í sem heimskulegust verkefni fyrir sig og sína vini.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband