Mismunandi þroski

Stjórnvöld í Kananda eru töluvert þroskaðri en stjórnvöld ESB.

Sendiherra Kananda er bannað að ræða um gjaldmiðlamál, opinberlega hér á landi, þar sem um innanríkispólitík sé að ræða. Af slíkum málum vilja stjórnvöld í Kananda ekki skipta sér af.

Á meðan setur ESB á stofn hér á landi svokallaða upplýsingastofu og kastar til hennar ómældu fé til áróðurs og sendiherra þeirra, með lið manna sér til fulltingis hefur báráttuferð um landið til að kynna ágæti þess að Ísland gangi í ESB. Á þessum fundum er talað niður til þeirra sem vilja standa vörð landsins í þeim viðræðum og sagt að umræðan sé ekki nógu markviss.Þetta þykir stjórnvöldum hið besta mál og eru tilbúinn til að styrkja þessa herferð eftir þörfum. Skítt með þó íslensk lög banni það, þau verða hvort eð er úreld strax við aðild landsins að ESB!

Sigmundur Davíð telur að Össur hafi kippt í einhverja spotta til að stopa það af að sendiherra Kanada kæmi fram á fundi um gjaldmiðlamál hérlendis. Eini spottinn sem Össur hefði getað kippt í er sá að benda stjórnvöldum í Kanada á að þetta gæti hugsanlega varðað íslensk lög. Þá er spurning hvort hann verði ekki einnig að benda sínum yfirboðurum í ESB á þessi sömu lög!

 

 


mbl.is Frumkvæðið ekki Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Gunnar, þar er mismunur á.  Þoski og hroki er ekki það sama. 

Siðblindir skilja öðruvísi, þannig að höfða til góðra siða virkar ekki. 

Össur er ljóslega meiri skíthæll heldur en Jóhanna, því hún er einfaldlega bara öfgatrúar flón.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2012 kl. 13:31

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Málið er einfaldlega það að við íslendingar höfum sótt um aðild að ESB og stefgnum að því að setja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar hann littur fyrir. Þetta er flókið mál og því þurfa kjósendur á miklum upplýsingum að halda til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Til þess að auðvelda þeim aðgang að upplýsingum hefur ESB sett á stofn upplýsingaskrifstofu hér. Henni er einfaldega ætlað að vera grunvöllur þess að menn geti sótt sér upplýsingar um það hvað felst í aðild að ESB, hvernig ESB starfar og hvernig ákvarðanir eru teknar í þessum samstarfsvettbvangi 27 lýðræðisþjóða Evrópu. Þessi starfsemi á því ekkert skylt við áróður og er þaðan af síður lögbrot. Þetta er einfaldlega nauðsynlegur þáttur í þeirri lýðræðislegu aðferð að láta þjóðina ákveða hvort hún vilji að Ísland gangi í ESB eða ekki.

Hvað varðar meinta tilraun íslenskra stjórnvalda til þöggunar þá er ekkert sem bendir til þess að neitt sé hæft í þeim fullyrðingum Sigmundar. Það er einfalega almenn svo að þjóðir telja ekki við hæfi að sendiherrar þeirra séu að skipta sér af innanríkismálum þeirra ríka sem þeir eru staddir í. Það er því ekkert sem bendir til annars en að þegar kanadískum stjórnvöldum var það ljóst að hér var um að ræða pólitískan fund eins stjórnmálaflokks þá hefi þeim einfaldlega ekki fundist við hæfi að sendiherra þeirra tæki þátt í honum.

Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 12:34

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki rétt hjá þér Siguður M. að "við Íslendingar" höfum sótt um aðild að ESB. Það voru stjórnvöld og einstaka stjórnarandstöðuþingmenn sem sóttu um aðild. Sú ákvörðun var aldrei borin undir þjóðina!

Það er hinsvegar ótrúleg þversögn hjá þér í athugasemdinni. Annarsvegar eru það afskipti af innanríkismálum Íslands þegar sendiherra Kanada vill fá að tjá sig á fundi um gjaldmðlamál, hér á landi og hinsvegar segir þú það eðlilega framgöngu þegar ríkjasamband setur hér á stofn svokallaða "upplýsingastofu" til að kynna sitt ágæti.Ekki verður betur séð en það séu enn frekari afskipti af innríkispólitík hér á landi.

Um lögmæti Evrópustofu þarf vart að ræða, enda munu dómstólar væntanlega skera úr um það atriði.

Starfsemi stofunar er klár áróður. Um það vitna fundir þeir sem þegar hafa verið haldnir um landið, fundir sem sendiherra ESB ásamt Evrópustofu, standa fyrir. Þar er ekki verið að kynna kosti og galla aðildar, einungis kosti og reynt er að gera þá sem efast, að athlægi á þessum fundum!!

Þú nefnir 27 "lýðræðisþjóðir". Það er spurning hvort íbúar Grikklands, Spánar, Ítalíu, Portúgal, Írlands og reynda fleiri þjóða af þessum 27, séu sammála þér um lýðræðið. Þessar þjóðir hafa allar þurft, á einn eða annan hátt, að sæta ákvörðunum teknum í Brussel. Mismikið og Grikkland sýnu mest.

Gunnar Heiðarsson, 5.3.2012 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband