Það bylur hátt í tómri tunnu !

Mörður Árnason telur sig þess megnugann að gagnrýna þá sem tengdust Alþingi á árunum fyrir hrun. En bíðum aðeins, hvar var Mörður sjálfur á þeim árum?

Mörður Árnason settist fyrst á þing sem varaþingmaður Þjóðvaka, árið 1995. Sem varaþingmaður var hann með aðra löppina á þingi allt til ársins 2003, er hann var kosinn á þing og sat þar til ársins 2007. Hann komst svo á þing aftur sem varamaður, þegar Steinunni Valsdísi var úthýst af Alþingi af samflokksfélugum sínum (Jóhönnu arminum).

Mörður Árnason hefur því verið virkur í íslenskri pólitík frá 1995 og náinn samstarfsmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, stofnanda Þjóðvaka. Hann hefur því manna síst efni á að gagnrýna Alþingi eða þingmenn á árunum fyrir hrun bankanna. Hann var og er sjálfur einn þeirra.

Þessi pistill Marðar er örvæntingarfull tilraun til að réttlæta gerðir Jóhönnu Sigurðardóttur, enda hennar helsti bandamaður innan Samfylkingar og senn eini bandamaður. Í þeim tilgangi ræðst Mörður gegn þeim stækkandi armi innan Samfylkingar sem hefur snúið baki við formanni sínum.

Deilurnar innan Samfylkingar fara stigmagnandi og er nú svo komið að flokkurinn er klofinn í herðar niður. Ríkisstjórnin er því samsett af tveim stjórnmálaflokkum sem báðir er lamaðir af sundurlindi. Það kann ekki góðri lukku að stýra, hvorki fyrir viðkomandi flokka né þjóðina í heild. Það getur ekki og mun ekki viðgangast lengi.

Það sundurlindi sem skekur Samfylkinguna á eftir að magnast mikið fram að vori, þegar flokksfundur verður haldinn. Jóhanna mun beyta sínu fólki af afli til að freista þess að halda völdum og þar mun engin miskun verða sýnd. Hvernig slíkur flokkur geti staðið að stjórnarsamstarfi með aðeins eins atkvæðis meirihluta er illséð.

Það er sama hvað Mörður reynir, hann mun aldrei, ekki frekar en nokkur annar, getað réttlætt þann afleik sem Jóhanna spilaði undir lok árs 2011. Þann afleik mun hún þurfa að bera, ásamt þeim sem reyna að verja þá gjörð. Sá afleikur mun höggva stórt skarð í Samfylkinguna, skarð sem seint mun gróa. Sá afleikur opinberaði það sundurlindi sem hefur grafið um sig innan flokksins.

Það er þó ekki víst að þjóðin harmi þessar væringar innan Samfylkingar, þegar þær væringar bætast ofaná getuleysið og lygarnar sem frá formanni flokksins hefur komið, sér þjóðin hið rétta eðli þess stjórnmálaflokks.

Mörður Árnason er enn ein byrtingarmynd þeirrar hræsni sem þessi flokkur stendur fyrir!!

 


mbl.is Mörður gagnrýnir Kristrúnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband