Áramótaskaup ?

Áramótaskaup ríkissjónvarpsins náði að komast á nýtt plan lágkúrunnar.

Árið 2011 var eitthvað skrautlegasta ár í sögu þjóðarinnar á pólitíka sviðinu og næg efni til að gera nokkurra klukkutíma skaup um allt sem gerðist á því sviði.

Höfundar skaupsins fundu þó lítið spaugilegt þar, heldur virtist eins og Tobba Marinós hafi verið örlaga valdur þjóðarinnar, hún var vissulega aðalstjarna skaupsins. Þá var gert grín að megrun Sigmundar Davíðs, eins og það hafi verið eitthvað meiriháttarmál í þjóðmálunum. Jón Bjarna var gerður að skúrk og nokkur skot honum til heiðurs. Harpan, minnisvarði hrunsins fékk sína umfjöllun í skaupinu sem og Bjarni Benediktsson. Þá voru gamlir draugar dregnir fram, s.s. bæði Davíð og Ólafur Ragnar. Allt var þetta lágkúra í bland við gamla útslitna brandara sem eru löngu fallnir.

Ekkert var gert grín af þeim málum sem mestu skipta og hæðst báru í Íslensku þjóðlífi, eins og t.d. icesave kosningin, stjórnlagaþinginu sem varð allt í einu að stjórnlagaráði eða 7000 störfunum hennar Jóhönnu, svo eitthvað sé nefnt.

Sú staðreynd að höfundar skaupsins skyldu ekki geta gert háð af öllu því sem skeði í þjóðfélaginu árið 2011 og hafi orðið að leita fanga fyrir skaupið til hversdaglegra hluta sem fáir telja skipta máli og útúrslitnum bröndurum, segir að þessir höfundar eru ekki starfi sínu vaxnir.

Stundum er sagt að menn verði að sjá skemmtiþátt aftur til að ná háðinu. Kannski er fattarinn í mér svona afskaplega slappur, en ég lagði á mig að horfa tvisvar á skaupið. Það var öllu verra að horfa á seinni spilunina!

Kannski það sé kominn tími til að taka upp siði sumra erlendra ríkja, þar sem sama svart hvíta kvikmyndin er sýnd ár eftir ár, eða sami skemmtikrafturinn látinn spreyta sig á lélegum söng og látinn syngja sama lélega lagið um hver áramót!

Það væri kannski best að fá bara Gils til að syngja og feta þannig í fótspor Hasselhoff. 

Þá þyrfti ekki að rífast um hvort skaupið hafi verið gott eða slæmt, þá gengju allir að hörmunginni vísri!

Gleðilegt nýtt ár.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lágu þáttagerendur Skaupsins yfir Séð og Heyrt tímaritinu.? Svo virðist sem að megnið af  Skaupinu hafi verið unnið uppúr því . Þessu heyrði ég fleygt af munni fram eftir sýningu Skaupsins í gær. Gleðilegt ár .

Númi (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 10:57

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Oft hafa áramótaskaupin verið hápunktur á RÚV-lágkúrunni. Þetta skaup sló þó öllu við, enda þekkt að RÚV er ætlað annað verkefni en að fara að útvarpslögum og Páll og félagar eru stöðugt að ná betri árangi á því sviði. Þeir nefna sig sjálfir ESB-hraðlestina !

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 1.1.2012 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband