Gæti orðið stuttur

Lokasprettur þessarr ríkisstjórnar er vissulega hafinn, en hann gæti orðið styttri en Steingrímur vonar.

Það er öllum ljóst að sú breyting sem gerð var á ríkisstjórninni í dag hafði einn tilgang og einungis einn, að losna við Jón Bjarnason af stóli ráðherra. Að fylgja eftir óskum ESB svo hægt væri að halda áfram helreiðiinni til Brussel.

Að sjálfsögðu eru þingmenn VG meðvitaðir um þetta, en eru þeir reiðubúnir til að standa á sinni sannfæringu þegar á hólminn er komið?

Á flokkstjórnarfundi Samfylkingar var nánast búið að fella ríkisstjórnina. Ræða Árna Páls, þar sem hann hvatti fundarmenn til að samþykkja tillögu Jóhönnu kom þó í veg fyrir það. Hverju honum var lofað fyrir þá ræðu á eftir að koma í ljós, en hann bjargaði stjórninni frá falli með henni. Eftir sem áður er megn óánægja með þessa ráðstöfum innan Samfylkingar.

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og náinn samstarfsmaður Jóhönnu, heldur því fram að stjórnin hafi styrkt sig með þessari breytingu. Það má vera að stjórnin sjálf sé samhentari, en það er lítið gagn af því ef ekki er til meirihluti á Alþingi.

Að sjálf sögðu mun koma fram vantrausttillaga á ríkisstjórnina þegar þing kemur saman eftir áramót. Þá mun reyna á þingmenn VG, ætla þeir að halda áfram stuðningi við ríkisstjórn sem nú er orðin hrein Brusselstjórn, við ríkisstjórn sem nú mun vinna af fullu afli að aðlögun okkar að ESB.

Þingmenn Samfylkingar munu sjálfsagt allir verja stjórnina falli, enda hafa þeir fengið loforð um flokksþing næsta vor þar sem nýr formaður verður valinn fyrir flokkinn. Þó mikil óánægja sé með framferði Jóhönnu innan flokksins, telja þingmenn hans sjálfsagt betra að bíða fram á vor með uppgjörið. Þeir munu lát yfir sig ganga afturhald VG nokkra mánuði enn!

Hreifingin er óskrifað blað þegar að vantraustsyfirlýsingu kemur. Þeir munu fyrst og fremst meta hvort þjóni betur þeirra persónulegu þörfum. Telji þeir sig geta komist aftur á þing í vorkosnngum 2012, munu þeir ekki verja stjórnina falli, en ef þeir telji stöðu sína of veika fyrir kosningar strax, munu þeir verja stjórnina. Þeir þurfa þó einungis að átta sig á að þeirra möguleiki liggur fyrst og fremst í því hvað þeir gera, verji þeir stjórnina falli mun vera út um frekari þáttöku þeirra á þingi, en ef þeir standa að vantrausti munu þeir eiga ágæta möguleika á endurkomu á þing.

Af utanflokka þingmönnum má gera fastlega ráð fyrir að Lilja og Atli muni ekki verja þessa ríkisstjórn. Málefnaágreiningur þeirra við stjórnvöld er allt of mikill og þau tvö sennilega ein af fáum þingmönnum sem lát málefnin ganga fyrir sínum ákvörðunum.

Guðmundur Steingrímsson er aftur óskrifað blað. Hann mun þó væntanlega styðja stjórnina, ekki vegna þess að hann sé svo hrifinn af stjórnháttum hennar, heldur til að vinna meiri tíma fyrir sitt nýja framboð.

Innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru nokkrir villuráfandi þingmenn, þingmenn sem horfa vonaraugum til Brussel. Það er þó ekki hægt að trúa því fyrr en í fulla hnefanna að einhverjir þeirra muni verja ríkisstjórnina, með hjásetu. Þó er ekkert öruggt í þeim efnum og kannski mesta hættan af ákveðnum þingmanni Framsóknar í þeim efnum.

Ef fer sem horfir og þingmenn kjósa um vantrausttillögu af eigin sannfæringu, mun lokakafli Steingríms verða stuttur, bæði í ríkisstjórn sem og stjórnmálum. Hann hefur þegar fyrirgert rétti sínum til setu á Alþingi, fyrst með svikum við kjósendur sína og síðan marg ýtrekuðum lygum að þjóðinni. Hann fann lygabragðið strax á upphafsdögum þessarar ríkikisstjórnar, þegar logið var að þeim flokk sem varði minniklutasjórnina falli, fram að kosningum vorið 2009, næst laug hann að þjóðinni þegar hann hélt því blákallt fram að engar viðræður stæðu yfir varðandi icesave, einungis degi áður en Svavar og Indriði komu færandi hendi með undirritaðann samning.

Þarna komst Steingrímur að því hversu auðvelt er að ljúga að þjóðinni og hafa lygar hans magnast síðan. Nú er svo komið eð ekki er hægt að trúa einu orði frá þessum manni, það hafa flokksfélagar hans orðið illilega varir við!

Að Jóhanna grípi til lyga er ekki eins undravert. Allur hennar pólitíski frami hefur byggst upp af lygum, hún hefur verið dugleg við að lofa öllu fögru fyrir kosningar, en sjaldan hefur þó verið staðið við þau loforð. Jafnvel hefur henni tekist að sannfæra grandalausa kjósendur aftur og aftur, kosningar eftir kosningar, um sömu lygarnar og jafnvel þó hún hafi verið í ríkisstjórn á milli hefur ekki verið reynt að efna þau loforð.

Það er löngu timi kominn til að gefa þessum gamalmennum endanlegt frí frá Alþingi.

Vín eldast vel en pólitíkusar illa!

 

 


mbl.is Steingrímur: Lokaspretturinn hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er hálfhrædd við að Hreyfingin hafi látið plata sig út í fenið.  Þá er þeirra tími svo sannarlega liðin.  En ég vona heitt og innilega að þessu ljúki sem allra fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 20:59

2 identicon

Ja nú er ég gjörsamlega kjaft stopp:

Innheimtu deild Arion Banka er að gera fjárnám í íbú í Hafnafyrði.

Og kröfueigandi er: Arion Bank Mortgages Institutio kt.570106-9610

Það sem vekur furðu mína er að þetta fyrirtæki fynnst ekki á skrá, og þessi kennitala hefur aldrei skilað inn ársreykningi. Mér er spurn hvað er í gangi?

Þeir sem vita eitthvað um þetta fyrirtæki, mættu skýra hvað er hér á ferðinni.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 21:13

3 Smámynd: Elle_

Málið var að mínum dómi 2 lúmskar og úthugsaðar flugur í 1 höggi eins og ég skrifaði undir pistil í öðrum þræði.  Og snýst um Evrópu-fáráðið og ICESAVE.  Lúmsk ´skipti´ Jóhönnu og co. og Steingríms á 2 mönnum milli flokka. 

Elle_, 2.1.2012 kl. 00:16

4 Smámynd: Elle_

Gunnar, persónulega finnst mér engu skipta þó pólitíkusar séu eldri/gamlir, nema ef væri að ég kysi heldur eldri menn.  Eldri menn eru líka oftar en ekki vitrari.  Hinsvegar ættu þeir að vera heiðarlegir, mannvinir, fastir fyrir, rökfastir og þjóðtryggir.  Og alls ekki of lengi við völd.

Elle_, 2.1.2012 kl. 00:49

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Elle, gamlir pólitíkusar geta verið ágætir. Það er grunnurinn sem skiptir máli og þegar hann er lélegur, eins og hjá þeim tveim, Jóhönnu og Steingrími, þá versna þau hratt með aldrinum.

Það hefur marg sannast að þegar pólitíkusar hafa verið lengi að, þá verða þeir værukærir og missa gjarnan tengsl sín við kjósendur. Þeta er auðvitað ekki algilt, en nokkuð algengt.

Gunnar Heiðarsson, 2.1.2012 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband