Helför til heljar

Þá getur helförin til heljar hafist að fullu. Síðustu hindrunum hefur verið rutt úr vegi og ekkert til fyrirstöðu að slá í klárinn.

ESB asnaskapur Jóhönnu tekur á sig ýmsar ljótar myndir, en þessi er einhver sú ljótasta. Hún skirrist ekki við að höggva hausa hægri og vinstri til að ná markmiði sínu. Skítt með samþykktir Alþingis og skítt með vilja þjóðarinnar. Það er vilji Jóhönnu sem skiptir öllu máli.

Þetta er sorglegur endir á erfiðu ári, endir sem gerir ekki framtíðina bjartari. ESB umsóknin klauf þjóðina í tvær fylkingar í upphafi þessarar ríkisstjórnar, á þeim tíma er samstaða var þjóðinni svo mikilvæg. Þjóðin hefur nú barist innbyrðis um þetta deilumál í tvö og hálft ár og sár hennar orðin djúp og sár.

En forsætisráðherra lætur sér það í léttu rúmi liggja, henni er skítsama um þjóðina eða landið. Hennar hugur er allur út í Brussel og til að ná sínu markmiði er hún tilbúin að fórna landi og þjóð.

Ef einhver dugur væri í stjórnarandsöðunni, ætti hún að vera löngu búin að tryggja meirihluta fyrir vantrausti á ríkisstjórnina og fella hana. Nú kemur í ljós hvort aumingjaskapur og samsekt stjórnarandstöðunnar mun halda áfram eða hvort hún tekur á sig rökk og fellir stjórnina.

Satt að segja eru ekki miklar líkur á að það gerist. Því munum við halda áfram helförinni til heljar undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftir 18 mánuði mun þjóðin verða komin af fótum fram, ef ekki fyrr!

Fréttastofur RUV og 365 miðla keppast við að reyna að réttlæta þessa gerð Jóhönnu, trúar sínum foringja og ESB. Það er haldið á lofti því sem hentar málstaðnum en lítið sagt af hinu sem verra þykir. Árni Páll er gerður að píslavætti, meðan Jón Bjarnarson er litaður sem skúrkur.

Það er eðlilegt að fréttamiðill aðaleigenda Samfylkingar gangi máli flokks síns, en að fréttastofa RUV, sem er í eigu þjóðarinnar, skuli taka þátt í slíkum hráskinnsleik, er verra og gerir trúverðugleik hennar að engu.

Íslenskri þjóð hefur nú verið att út í fen forheimskunnar og heiðurinn af því skrifast allur á Jóhönnu Sigurðardóttir. Steingrímur J er bara valdasjúkur pólitíkus og hann gerir það sem honum er sagt til að halda völdum.

Það eru dimm ský yfir landi og þjóð við upphaf árs 2012 og ekki að sjá neina skímu framundan. Sundirlindi meðal þjóðarinnar mun enn aukast og um leið vandi hennar. Afturhaldið mun verða allsráðandi meðan þjóðinni er vélað undir hæl ESB!!

Framtíðin er svört!!

 


mbl.is Breytingartillagan samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verjumst bróðir meðan við stöndum uppi því að um framtíð okkar og barna er að ræða!

Sigurður Haraldsson, 31.12.2011 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband