Teikningar Össurar af lausn "markaðspaníkar" evrunnar

Nú eru að koma fram þær teikningar sem Össur boðaði og áttu að leysa "markaðspaník" evrunnar. Ljóst er að "paníkin" mun þó standa um langa tíð enn, jafnvel lengur en núverandi líftíma evrunnar.

Það verður varla sagt að teikningarnar séu fagrar, sameining evruríkja undir embættismannakerfi ESB. Þar með verður því lýðræði sem ríki evrunnar hafa búið við til þessa kastað á glæ og alræði ESB tekur við.

Enn er þó eitt vandamál óleyst. Bæði Merkel og Sarkozy eru sammála um að fara þessa leið en bæði vilja þó halda sjálfstæði eigin lands. Þetta er auðvitað hnútur sem verður að leysa til að hægt sé að byggja upp samkvæmt teikningunum, en hnútur sem virðist þó langt í land með að verði leystur, þar sem bæði telja sitt land eiga að verða höfuðland hins nýja Evrópuríkis. Það er einnig ljóst að öll hin 15 ríkin sem að evrunni standa munu líka vilja halda fast í sitt sjálfstæði. Þar með er "lausnin" fallin um sjálfa sig.

Í Frakklandi, eins og reyndar flestum þeim löndum evrunnar sem komin eru í vandræði, er að vakna upp gamlar Þjóðverjagrýlur. Þessi lönd sætta sig ekki við það vald sem Þjóðverjar ætla að taka sér og hafa tekið sér innan ESB, telja þá síst til þess ætlaða að leiða Evrópu. Enn er fólki í fersku minni sú skelfing sem leidd var yfir álfuna í síðari heimsstyrjöldinni.

Þessi deila Angelu og Sarkozy á kannski eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem þessar þjóðir deila um völdin yfir Evrópu, en vonandi mun þó deila þeirra ekki enda á sama hátt og fyrri deilur þessara ríkja.

Það verður að segja að viðvaranir þeirra sem ekki vildu að Ísland sækti um aðild að ESB hafi síst verið ofmetnar. Þó er ljóst að það fólk sá betur og lengra hvert ESB stefndi, en Angela Merkel. Eina sem kemur á óvart er hveru hröð sú þróun ætlar að verða. Þessi orð Merkel á Þýska þinginu í morgun segja allan sannleikann:

„Ef einhver hefði sagt fyrir fáeinum mánuðum að í lok ársins 2011 myndum við vera í fullri alvöru að stíga ákveðin skref í átt að evrópsku stöðugleikasambandi, evrópsku bandalagi um fjárlög, í átt til þess að grípa til afskipta í Evrópu, þá hefði hann verið talinn galinn“.

Það fer ekki milli mála hvað hún er að segja og alvarleiki orðanna meiri en margan grunar.

Hún segir í raun að það ESB sem til var fyrir fáeinum mánuðum síðan, sé ekki eða verði ekki til lengur. Þá er spurning hvort umsókn Íslands sé í raun heldur til. Það var óumdeilanlega sótt um aðild að því ESB sem Merkel segir að sé ekki til lengur. Alþingi hefur hins vegar ekki rætt um aðild að hinu nýja ESB sem nú er að fæðast.

Er ekki kominn tími til að Össur leggi nú fyrir Alþingi þær teikningar sem hann segir að eigi að afstýra "markaðspaník" evrunnar og hvaða breytingar á ESB eru samkvæmt þeim? Er ekki kominn tími til að Alþingi fái að ræða þær breytingar og taka afstöðu til þeirra?

Í öllu falli er ljóst að strax þarf að setja umsóknarferlið í bið þar til ljóst er hvert stefnir. Þegar það er ljóst er hægt að taka ákvörðun um hvort haldið skal áfram eða umsóknin dregin til baka.

Að sjálfsögðu verður sú ákvörðun að koma frá þjóðinni sjálfri, ekki þeim 63 sem sitja á Alþingi!

 


mbl.is Fjárlagabandalag í burðarliðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt sem ég skil ekki. Hvernig geta Merkel, Sarkozy og aðrir stjórnað umræðunni í ESB þegar Brussel-elítan ræður öllu?

Ræður Brussel þá engu eða hvað? Hvað er Brussel?

Getur þú hjálpað mér með þessar erfiðu spurningar sem ég veit sjálfur ekkert svar við?

Stefán (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 21:11

2 identicon

Sko Þjóðverjar og Frakkar vilja ekki láta af hendi fullveldi sitt, það eru líklega bara hin evru ríkin sem eiga að gera það nú er þetta að þróast í það sama og í the Animal Farm allir skyldu vera jafnir en í raun urðu sumir jafnari en aðrir.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 22:58

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Merkel og Sarkozy ráða í raun engu, en vilja láta líta svo. Þetta ættu allir að vita sem fylgjast með fréttum.

Þau berjast við að halda völdum og til þess verða þau að hafa ESB elítuna að baki sér.

Ég ráðlegg þér eindregið Stefán að lesa fréttir, ekki þó Baugsmiðlanna og Ríkisútvarpsins, heldur erlenda fréttamiðla. Það er hægt að nálgast þá flesta á veraldarvefnum. ÞAr eru fréttir sagðar, ekki áróður.

Gunnar Heiðarsson, 2.12.2011 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband