Lengi getur vont versnað

Það er vissulega hreinsun af því að losna við Árna Pál úr ríkisstjórn. Það er hins vegar lítið gagn í því ef Steingrímur á að taka hans málaflokk til sín.

Hvernig Steingrímur ætlar að komast yfir tvö ráðuneyti er illskiljanlegt, þar sem hann ræður engan veginn við það eina sem hann hefur haft hingað til.

Stofnun atvinnumálaráðuneytis, þar sem settir er undir einn hatt þrír ólíkir málaflokkar er enn jafn heimskulegt og áður. Það hefur ekkert breyst, þetta er fullkomlega heimskuleg ákvörðun. Ekki einu sinni embættismönnum ESB dytti í hug slík heimska. En það er ekki skafið af Jóhönnu, hún vill þetta og Steingrímur er eins og sneyptur hundur og gerir það sem hún segir.

Jóhanna teygir sig langt til að þóknast háu herrunum í Brussel. Henni er ekkert heilagt í því sambandi. Jón SKAL úr ríkisstjórn, með góðu eða illu! Hún hlýtur þá að vera búin að tryggja stjórninni meirihluta fylgi. Stuðningur Guðmundar Steingrímssonar dugir ekki einn og sér, þingmenn Hreyfingarinnar hljóta að vera búnir að gefa henni sitt loforð um stuðning.

Best hefði verið að fara að hugmynd Össurar, en honum rataðist satt orð í munn, þegar hann sagði það sjálfsagt að þeir sem hefðu verið lengi í pólitík yrðu hvíldir á bekknum. Þeir núverandi ráðherrar sem lengst hafa setið í stól ráðherra eru Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon og sjálfsagt að hvíla þau frá þeim störfum. Þau sem lengst hafa setið á Alþingi eru Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon og því sjálfsagt að hvíla þau frá þeirri setu einnig.

Össur sjálfur hefði svo getað fengið frí líka, þar sem tími hans á Alþingi og seta í stól ráðherra er litlu styttri en hinna tveggja.

utanrikisradherra_haettas

 


mbl.is Árni Páll sagður vera á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem væri gott við þetta er að VG fer þá að bera ábyrgð á málefnum þegar kemur að nýfjárfestingum erlendra sem og innlendra aðila.

Sf kemur með fjárfestingar en VG stöðvar þær. Auðvitað er þetta ekki svona einfalt, en gróflega þó.

Stefán (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 06:50

2 identicon

Sæll.

Árni veit sem er að bráðum verður kosið og þá vill hann geta staðið í góðri fjarlægð frá ríkisstjórninni og verkum hennar, þá verður hann líka sterkari kandídat í formanninn seinna því erfiðara verður að kenna honum um allt klúðrið. 

Ef fréttin er sönn er er hann að þessu fyrir sjálfan sig og sinn stjórnmálaferil. 

Helgi (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 07:46

3 Smámynd: Sólbjörg

Borgararhreyfingin þ.e. þær Birgitta og Margrét eru fyrir löngu búnar að spyrða sína aumu pólítísku sál við rassinn á Jóhönnu, til þess eins að tryggja sig sjálfar í öruggum sessi.

Það ber stórlega að varast fólk sem vill á leikrænan hátt standa út á torgum og/eða tróna sem byltingamálsvarar alþýðunnar, helst að hún búi langt í útlöndum - yfirleitt er tilgangurinn eingöngu að upphefja og krýna sjálft sig. Slíku fólki er svo innilega sama um allt nema eigin frægð og bittlinga, Jóhanna Sig og Birgitta er gott dæmi.

Sólbjörg, 2.12.2011 kl. 17:22

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sjaldan ef aldrei hefur setningin "Farið hefur fé betra" átt betur við en í þessu tilfelli :)

En það er samt rétt að það er alveg skelfilegt ef Steingrímur fær þessa málaflokka. það viðrini á bara heima í stjórnarandstöðu, rífandi kjaft um ekki neitt eins og hann hefur gert alla sína hundstíð.

Guðmundur Pétursson, 2.12.2011 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband