Ljótt ef satt er

Utanríkisráðherra Frakklands, Alain Juppe heldur því fram að ESB muni hrynja ef evran fellur. Ja, ljótt ef satt er! Það er þá veikur sá grunnur sem þetta samband er byggt á.

Ef evran hefur úrslitavald um það hvort ESB lifir eða deyr, hlýtur að vakna sú spurning hver áhrif þeirra 10 ríkja ESB sem ekki hafa evru sem lögeyri sé innan þessa samstarfs. Þau hljóta þá í raun að vera utan ESB. Það hlýtur einnig að vekja upp þá spurningu hvort sambandið sé í raun til, ef gjaldmiðillinn er það eina sem heldur því saman.

Kola og stálbandalagið sem stofnað var eftir síðari heimstyrjöldina, var stofnað til að tengja ríki Evrópu saman gegnum viðskipti. Þetta var gert til að stuðla að friði innan Evrópu, friði byggðum á gagnkvæmum viðskiptum. Sú þróun sem síðan hefur orðið, sérstaklega nú síðustu ár, á ekkert skilt við þetta markmið.

Nú er því haldið fram að nauðsynlegt sé að stofna stórríki Evrópu. Fyrsta skrefið var tekið fyrir rúmum áratug, þegar evran var tekin upp. Það skorti hinsvegar kjark til að taka næsta skref, að sameina efnahagsstjórnina. Það er svo sem eðlilegt að stjórnmálamenn hafi skort kjark til að taka það skref, þar sem kjósendur voru á öðru máli.

Nú er hins vegar komin sú staða að ekki verður lengra haldið með evrusamstarfið nema þetta skref verði stigið og reyndar það síðasta einnig, stofnun stórríkis Evrópu. Kjósendur hafa ekkert um það að segja lengur. Stjórnmálamenn evruríkja keppast við að stappa stálinu í hvern annan og bara spurning hvenær formleg ákvörðun verður tekin.

Juppe óttast að fall evrunnar gæti leitt til upplausnar innan ESB. Hann ætti frekar að óttast upplausn ef farin verður sú leið að hundsa kjósendur ríkja evrusamstarfsins og þau sameinuð án vilja kjósenda. Þá fyrst er hætta á óöld!

Það hefur marg sannast gegnum tíðina að þegar ráðamenn ganga of langt gegn vilja þegnanna, er gerð uppreisn. Þetta hefur marg skeð í ýmsum ríkjum Evrópu, jafnvel áður en lýðræðið náði að festa rætur. Nú hafa íbúar þessara landa fengið að kynnast því og ekki víst að þeir séu tilbúnir að sleppa hendi af því aftur.

Það er því mun meiri ástæða fyrir ráðamenn evruríkja að óttast kjósendur ef farið er gegn þeirra vilja, en að gjaldmiðillinn falli.

 


mbl.is Óttast framtíð ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband