Eitt vandamál, tvö sjónarmið

Vandi evruríkjanna er mikill, svo mikill að vart verður séð að hann verði leystur. Leiðtogar tveggja ríkja af þeim 17 sem að evrunni standa hafa staðið fremst í því að finna lausn vandans, Angela Merkel og Nicolas Sarkozy.

Sýn þeirra tveggja á vandanum er þó gjör ólík og nánast útilokað að þau geti komið sér saman um lausn, þó þau segist vera sammála. Merkel vill að hvert ríki beri áfram ábyrgð á sínu vandamáli og ekki verði komið til hjálpar fyrr en viðkomandi ríki er í raun komið í þrot. Sakozy vill hins vegar að evruríkin ráðist gegn vandanum í sameinigu, að sameiginlegir sjóðir verði notaðir til lausnar vandans, að hin betur settu ríki evrunnar komi hinum til hjálpar, áður en í óefni er komið.

Marg oft hafa þau tvö gefið út að þau séu samstíga og að þau vinni að sameiginlegri lausn vandans. Ræður þeirra, sem þau fluttu sitt hvorn daginn, nú í byrjun mánaðarins benda þó ekki til að mikið samræmi sé milli þeirra, annað en að bæði vilja aukna íhlutun ESB og bæði vilja halda í fullt lýðræði fyrir sitt ríki. Ekki einu sinni þarna eru þau í raunveruleikanum.

Það sér hver maður að sýn Merkel á lausn vandans er stór hættuleg fyrir alla Evrópu. Ef hennar aðferð verður ofaná mun Þýskaland ná algerum yfirráðum yfir álfunni. Ef ekki á að koma þjóðum til hjálpar fyrr en í óefni er komið, gefur að sjálfu sér að Þýskaland mun standa eitt uppi í restina og ráða yfir allri Evrópu!

Sýn Sarkozy er nær raunveruleikanum, en kostar sjálfstæði allra ríkja evrunnar. Ákvarðanataka mun öll færast til Brussel. Þar mun Herman Van Rompuy og félagar, sem handvaldir hafa verið til að stjórna ESB, ráða ríkjum og höndla með afkomu 500 miljóna manns undir flutningi Óðsins til gleðinnar eftir Beethowen.

Það er svo spurning hvort þegnar ríkja evrunnar láti það yfir sig ganga að verða svipt lýðræðinu. Hvort þegnarnir muni ekki gera uppreisn gegn handvöldum embættismönnum ESB, þegar þeir eru farnir að höndla með þeirra afkomi í einu og öllu.

Kannski er einfaldasta og besta lausnin að leysa upp evruna og leifa ríkjunum sem hafa haft hana sem lögeyri að taka upp sinn gamla gjaldeyri. Það mun vissulega koma í veg fyrir að Þýskaland nái yfirráðum yfir álfunni. Þessa lausn hefur Nigel Farage, þingmaður á Evrópuþinginu marg bent á í ræðu og riti.

http://www.economist.com/blogs/charlemagne/2011/12/euro-crisis-0

http://www.youtube.com/user/UKIPmeps?feature=ch-p13n&hl=is#p/u/4/HanScOYhyuE

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband