Af nógu að taka innan VG

Það verður ekki skortur á umræðuefnum innan landsfundar VG, nú um helgina.

Svik forustunnar við kjósendur varðandi ESB aðlögunarferlið hafa ekki fengist tekin upp á þessum vettvangi, hingað til. Nú hlýtur að verða stungið á það kýli.

Svik ráðherra við flokkinn í sambandi við styrki frá ESB hljóta einnig verða rædd, en eins og flestir muna var samþykkt af flokksmönnum, fyrir ári síðan, að ráðherrar VG muni ekki sækja slíka styrki. Nú hefur komið á daginn að ráðherrar VG ætla að sækja nokkuð stórann hlut úr þessu styrkjakerfi, sem er jú hluti af innleiðingaráætlun ESB.

Steingrímur mun vafalaust berja sér á brjóst og tala um hversu snildarlega hann hefur stjórnað landinu, eftir "áratuga óstjórn íhaldsaflanna". Hann ætti þó að tala varlega. Þegar meir en helmingur heimila landsins á í eriðleikum með að ná saman á meðan bankar sýna tugi og hundruði milljarða hagnað, er erfitt að koma auga á þessa stjórnkænsku. Þegar erlendir hagfræðingar, sumir handhafar Nóbelsverðlauna, halda því fram að það sem bjargaði Íslandi voru aðgerðir fyrri ríkisstjórnar, strax í kjölfar hrunsins, að gerðir núverandi ríkisstjórnar hafi í raun unnið gegn landinu, þá verður fólk að leggja við eyrun!

Steingrími er gjarnt að tala um íhaldið og bætir gjarnan miður fallegu orði þar fyrir framan. En hvað með afturhaldið, er það eitthvað betra?

Staðreyndin er sú að best er að vera þarna á milli og staðreyndin er sú að svo hefur verið undan farna áratugi. Nú ber öðru við, nú er það afturhaldið, með ljótu forskeyti, sem tröllríður landi og þjóð. Afturhaldsöflin notuðu sér neyð þjóðarinnar til að koma sér að og eru nú langt komin með að rústa endanlega landinu.

Steingrímur Jóhann er harður fylgismaður þessarar stefnu. Þó er hann ekki meiri maður en svo að hann getur ekki tekið á þeim raunverulega vanda sem að þjóðinni snýr, fjármálaöflunum.

Því ræður afturhaldið ríkjum í landinu og það litla sem til verður, fer í vasa eigenda bankanna, sem eru að stórum hluta í eigu erlendra vogunarsjóða. Þökk sé Steigrími Jóhanni Sigfússyni!


mbl.is Landsfundur VG hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei, hann Gunnarsstaða Móri kemur sér hjá þeirri umræðu, eins og vanalega........

Jóhann Elíasson, 28.10.2011 kl. 11:04

2 Smámynd: Elle_

Góður pistill.  Lýsir afturhaldi og ruddamennsku Steingríms og VG afar vel.  Já, nákvæmlega: - - - Þegar erlendir hagfræðingar, sumir handhafar Nóbelsverðlauna, halda því fram að það sem bjargaði Íslandi voru aðgerðir fyrri ríkisstjórnar, strax í kjölfar hrunsins, að gerðir núverandi ríkisstjórnar hafi í raun unnið gegn landinu, þá verður fólk að leggja við eyrun! - - -

Elle_, 29.10.2011 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband