Aumingja maðurinn

Það er ekki hægt annað en að vorkenna Paul Krugman. Hann er kominn í klípu, sennilega eina af þeim verri sem hann hefur lent í. Hann er komin í þá klípu að reyna að rökræða við fólk sem ekki skilur, heyrir eða sér. Fólk sem vill ekki skilja, heyra eða sjá. Fólk sem telur sig alviturt og þeirra orð og trú sé hin eina sanna.

Þetta er sjálfsagt ný reynsla fyrir Krugman, að stjórnendur heillar þjóðar vilji ekki taka rökum, að stjórnendur heillar þjóðar loki eyrum og augum til að komast hjá að heyra og sjá sannleikann, vegna þess eins að sá sannleikur hentar ekki þeirra pólitísku hugmynd.

Það er sjálfsagt einnig ný reynsla fyrir Krugman að silungafræðingur telji sig hafa meira vit á efnahagsmálum en hagræðingur og útvarpi þeirri skoðun sinni opinberlega. Þetta er sérstaklega kómískt þegar silungafræðingurinn vitnaði fyrir þingnefnd, að hann hefði ekki hundsvit á peningum!!

Krugman mun sennilega minnast þessa fundar og fávisku íslenskra stjórnvalda um langa framtíð.


mbl.is Hafnar rökum stuðningsmanna evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mann setur rjóðan.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.10.2011 kl. 22:45

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Var við lesturinn farinn að muna eftir mönnum ónefndum sem hafa gasprað mikið hér á blogginu líka. Það má ekki gleyma þeim þar sem þeir eru jafn vel að sér í fjármálageiranum og Össur, Jóhanna, og hin í ríkisstjórninni sem loka hausnum fyrir gildum rökum.

Get allavega gefið til kynna að einn af þessum sem mér datt í hug er brottfluttur/aðfluttur, og á leið út aftur um leið og tækifæri gefst...

En í orðum Paul Krugmann gæti leynst það sem ég hef stundum hugsað: "Árinni kennir illur ræðarinn"...

Allavega virðast sumir kenna krónunni (árinni) um allt...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 28.10.2011 kl. 22:52

3 Smámynd: Benedikta E

Já -Já einhver verður sökudólgurinn að vera krónan og þjóðin það er nærtækast - ekki er það ógnarstjórn Jóhönnu og Steingríms - NEI - NEI - Hvernig á að koma þessu fólki burt?

Benedikta E, 28.10.2011 kl. 23:35

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Að heil ríkisstjórn skuli leyfa sér að berja höfðinu við steininn, og halda áfram að æða eins og tryllt hjörð í áttina að fyrirheitna landinu ESB. Það virðist ekkert geta stöðvað þetta, og svo sitjum við væntanlega uppi með flugfreyju, silungafræðing og  fl., sem skilja bara ekkert í hvað hefur gerst, þegar allt fer til andskotans .  

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.10.2011 kl. 00:05

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég segi nú bara BURT MEÐ ÞETTA AUMA LIÐ.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 01:45

6 identicon

Talandi um flugfreyju og silungafræðing, hvað ætli Paul finnist þá um okkar gagnlausa efnahags-og viðskiptaráðherra sem að ræðst gegn eigin gjaldmiðli í erlendum fjölmiðlum, sem að myndi alls staðar annars staðar flokkast undir landráð. Hvað þá með fjármálaráðherra(silungafræðinginn) sem að sækist eftir ESB til að bjarga pólutískum ferli sínum þó hann hafi eins og við flest enga trú á evrunni. þetta er til skammar.

valli (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 15:40

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka innlitið. Ég var nú reyndar að tala um Össur þegar ég nefndi silungafræðinginn, valli.

Steingrímur titlar sig stundum á hátíðisdögum sem jarðfræðing, þó hann hafi ekki klárað það nám. Þekktastur var hann þó fyrir að vera vörubílstjóri, áður en hann sóttist eftir "þægilegu innistarfi". Keyrði meðal annars hvalkjöti!

Gunnar Heiðarsson, 29.10.2011 kl. 21:08

8 identicon

Góð ábending hjá höfundi. Það er nefnilega enginn og þá segi ég enginn á Íslandi sem veit hvað gerist ef evran verður tekinu upp og þá síður hvað inngangan sjálf inniber. Við vitum jú að verðtryggingin verður að hvarfa, að samkeppni um neytendur mun harðna og lífviðurværið verður mun betra fyrir þá sem minna mega sín og er það hið besta mál, en það er líka það eina. Hvað með gróðapungana, bankana ,sjávarútveginn og landbúnaðinn. Nei, við vitum akkúrat ekkert hvað mun ske.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 10:06

9 Smámynd: Sólbjörg

Já, "Jörðin er flöt" anno 2011

Vottað:

Samfylkingin

Sólbjörg, 31.10.2011 kl. 10:37

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Væri þá ekki best að nota tækifærið og sópa liðinu bara framaf, það kæmist væntanlega á einhverskonar braut úti í himingeimnum. Eða, myndi það e.t.v. kallast geimrusl?

Bergljót Gunnarsdóttir, 31.10.2011 kl. 11:21

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha  Upp með sópana bræður og systur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 11:25

12 Smámynd: Sólbjörg

Þið eruð skemmtilegar -já geimrusl! Astralgubb. Takk.

Sólbjörg, 2.11.2011 kl. 22:02

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Astraltertuglubb. . 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2011 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband