Hæðist að AGS og íslensku ríkisstjórninni

Martin Wolf gerir grín að AGS, segir það vera "loðið og krúttlegt". Þá varar hann eindregið við inngöngu okkar í ESB.

Martin er ekki einn um þessa skoðun, þó fjölmiðlar, einkum RUV, hampi frekar þeim sem eru honum ósammála. Það sem Nemat Shafik sagði í sinni ræðu lýsir þó best hvernig sumir fulltrúar mættu til leiks. Hún er aðstoðarforstjóri AGS en sagðist einungis tala út frá því sem hún hefði heyrt á ráðstefnunni! Ekki beinlínis fagmannlegt.

Nokkrir mærðu evruna og hallmæltu krónunni. Þeir eiga það þó sameiginlegt að hafa beinna hagsmuna að gæta á því sviði, annað hvort pólitískt eða peningalega.

Þeir sem til ráðstefnunnar mættu og höfðu kynnt sér málið fyrirfram og höfðu ekki neinna hagsmuna að gæta, voru sammála um þrennt; að krónan hefði bjargað okkur og við ættum að halda okkur við hana, að sjálfstæði þjóðarinnar hefði hjálpað, vegna þess var hægt að setja neyðarlögin og því ættum við ekkert erindi inn í ESB og að of langt hefði verið gengið í niðurskurði og skattheimtu, þannig að uppbyggingin væri komin skemur á veg en hægt hefði verið.

Þeir voru sammála um að aðgerðir fyrri ríkisstjórnar, hrunstjórnarinnar, hefðu bjargað því sem bjargað varð en aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hefðu tafið fyrir í framhaldinu. Að núverandi ríkisstjórn væri í raun að vinna kol vitlaust.

Perlan frá Matin Wolf kom þó í gærkvöldi á Nordica Hilton hótelinu, þegar hann spurði hvort fólk hér á Íslandi fylgdist ekki með því sem væri að gerast í Evrópu og sæi ekki þau vandræði sem evran ætti við að etja. Það er von að maðurinn spyrji og það er von að hann sé hissa!!

Martin er að vonum undrandi á því að Ísland skuli ekki vera komið á hvínandi kúpuna, miðað við hvernig það fólk hagar sér sem með völdin fer í landinu!!

Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að Matin Wolf var einn af dyggustu stuðningsmönnum evrunnar, en hann sá þó fljótt að sér. Þá hefur hann engra hagsmuna að gæta varðandi það hvort Ísland gangi í ESB eða ekki, hann talar einungis út frá því sem hann les úr ástandinu innan ESB og þá sérstaklega evrusvæðisins.

Martin Wolf er einungis að gefa okkur ráð.


mbl.is Loðinn og krúttlegur AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband