Skattbrjálæði ríkisstjórnarinnar

Rikisstjórnin telur vera hægt að komast út úr kreppunni með skattlagningu almennings og fyrirtækja. Þetta er stefna sem oft hefur verið reynd áður um hinn gjörvalla heim, við svipaðar aðstæður, en aldrei dugað, þvert á móti hefur þessi stefna alltaf leitt til hörmunga.

Hugmyndaflug stjórnvalda í skattlagningu hefur verið ótrúleg, þeim hefur tekist að finna hina ýmsu og ótrúlegu stofna til að skattleggja, auk þess sem fyrri álögur hafa verið hækkaðar, langt umfram getu þeirra sem fyrir þeim lenda.

En nú virðist sem stjórnvöld séu komin í þrot með hugmyndir og þá er tekin upp sú stefna að TVÍSKATTA. Þetta skal gert við sparnað landsmanna. Að skattleggja skuli séreignarsparnað þegar til hans er stofnað og síðan aftur þegar hann er tekinn út. Hvað er í hausnum á fólki sem kemur með slíkar hugmyndir?

Ólafur Darri, hagfræðingur ASÍ, ráðleggur fólki að hætta að spara og nota frekar peningana til neyslu. Kannski það sé einmitt ætlun ríkisstjórnarinnar með þessu, að fólk auki neyslu til að auka skráðann hagvöxt. Það hefur jú verið nokkur bið á að hann sýni sig.

Þó maður vilji ekki ætla að hugsun ráðamanna sé svo vitlaus að þeir telji að aukinn hagvöxtur í gegn um einkaneyslu sé raunverulegur hagvöxtur, er engu að treysta þegar að þeim kemur.

Það lýsir kannski best ruglinu og vitleysunni, þegar í lok fréttarinnar fréttamaðurinn segir að "þá getur fólk keypt sér miða á tónleika í Hörpunni, það eykur vissulega hagvöxtinn". Hver ætli hafi fært þessi orð í munn fréttamanns? Steingrímur J eða Björn Bjarna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband