Hvað með Gerhard Scmith

Skyldi Össur hafa talað við Gerhard Scmith? Gerhard þessi er verkamaður í Munchen og hefur sennilega álíka mikil völd innan ESB elítunnar og Westerwelle. Akkúrat ekki nein! Þeir munu þó hafa jafnt vægi, þegar og ef samningur næst milli ESB og Össurar og sá samningur verður lagður fyrir Þýsku þjóðina.

Össur grípur hvert tilefni til að afla stuðnings við aðildarferli Íslands. Þennan stuðning sækir hann þó eingöngu til erlendra aðila, sama hvort þeir eru innan ESB elítunnar eða ekki. Hann heldur víst að það gangi í augu íslenskra kjósenda ef hann talar við sem flesta með erlend nöfn og titill skaðar ekki. Það er ekki mikið álit sem Össur hefur á Íslendingum.

Vandi Össurar liggur þó ekki erlendis, hann liggur hér heima. Stór meirihluti landsmanna er á móti þessu ferðalagi og ljóst að sá samningur sem þarf til að aðild hljóti náð fyrir þjóðinni, fæst ekki. Allt of mikið ber á milli. En Össur lætur það ekki á sig fá, hann ætlar að gera samning, hvað sem þjóðin segir og hvað sem það kostar. Sá samningur skal lagður fyrir þjóðina. Það er ekki mikið álit sem Össur hefur á Íslendingum.


mbl.is Ánægður með gang viðræðna við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að búa þennan Gerhard til?  Scmith?  Er það þýskt eftirnafn?

Freðfinnur (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 11:42

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nýleg skoðanakönnun sýndi afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill klára ferlið.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.10.2011 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband