Og tjaldið fellur

Flutt var leikrit í Kastljósi kvöldsins. Aðalleikendur Jóhanna Sigurðardóttir og Sigmar Guðmundsson. Aukahlutverk, tæknilið RUV og áhorfendur.

Í upphafi tilkynnti Sigmar að spurningar áhorfend ættu að vera stuttar og hnitmiðaðar. Hann sá vissulega til þess að þetta héldist og tók orðið miskunnarlaust af áhorfendum.

Engar hömlur voru þó settar á svör Jóhönnu og fékk hún að halda langar einræður við hverri spurningu. Sigmar reyndi að láta líta svo út sem hann væri að gagnrýna svör hennar, en það virtist þó vera sem það væri fyrirfram ákveðið milli aðalleikaranna, þar sem það gaf Jóhönnu tækifæri til að árétta bullið.

Þá var nokkuð undarlegt hversu víðfermdar spurningarnar voru og nánast aldrei spurt um sama efnið aftur. Því er ljóst að tæknilið RUV var hluti leikritsins, með því að velja úr þá sem fengu náð til að spyrja. Jóhanna gat því bullað um sem allra flest svið og tókst henni það ágætlega, þó ekki hafi verið hægt að segja að það hafi beinlínis verið vitrænt.

Það er ljóst að þetta leikrit var sett upp til að þjóna Jóhönnu og til þess ætlað að róa almenning. Engin gagnrýni kom fram á svör hennar, spyrlar fengi að skjóta stuttum spurningum inn og hún lét svo móðann mása án þess að spyrlar fengju að koma með mótrök.

Kannski munu einhverjir falla fyrir þessu bragði hennar, Jóhanna er enginn nýgræðingur í stjórnmálum. Það þarf ref til að sitja á Alþingi í þriðjung aldar.

Um málflutning Jóhönnu og þær rangfærslur sem hún hélt fram verða væntanlega fjörugar umræður á bloggsíðum næstu daga, af nógu er að taka!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Aðaltromp Jóhönnu í leikritinu og hápunkturinn fannst henni sjálfri vera þegar hún ítrekað opinberaði fyrir þjóðinni það mikla undrunarefni sem við áttum að falla í stafi fyrir að hún sjálf hefði mikinn SKILNING á stöðu fólks-hvorki meira né minna. Hún hin "heilaga", marg tjáði að allir hefðu fengið eitthvað frá hennar mikla hjálpræði!!!

Heldur Jóhanna að hún sé Móðir Theresa í Kalkútta að útdeilda ölmusu til ósjálfbjarga þurfalinga? - já, hún heldur það, þess vegna skilur hún aldrei neitt í vanþakklætinu.

Sólbjörg, 29.9.2011 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband