93 í dag

Samkvæmt fréttum fengu 30 manns uppsagnarbréf í gær, 93 í dag og enn er einn dagur til mánaðamóta svo hugsanlega fá einhverjir uppsögn í fyrramálið.

Þetta eru einungis þær uppsagnir sem hafa ratað í fjölmiðla, 123 einstaklingar, líklegt er að þessi tala sé hærri.

Þannig fór nú um sjóferð Jóhönnu, sem sér 7000 atvinnutækifæri "alveg á næstunni". Í hvaða heimi lifir manneskjan?

Veturinn er rétt að skella á og huggulegt fyrir þá einstaklinga sem nú fá uppsagnarbréf að leggja inn í hann við slíkar aðstæður. Fjölskyldur þessa fólks munu væntanlega lifa stutt á loforðum Jóhönnu, loforðum sem öll hafa verið svikin.

Aumingjaskapur og sinnuleysi ríkisstjórnarinnar er algjört. Auðvitað á ríkisstjórnin ekki að skapa störf, en hún á að búa svo um að atvinnulífið fái að blómstra. Það litla sem stjórnvöld hafa gert hingað til er að leggja steina í götu atvinnulífsins. Þetta er gert með stór aukinni skattlagningu, handahófskendum stjórnvaldsaðgerðum og tortryggni í garð atvinnurekenda.

Það þarf að koma þessari stjórn frá og boða til kosninga. Ríkisstjórnin hefur ekki þjóðina að baki sér og Alþingi ekki heldur. Þingmenn verða að endurnýja umboð sitt svo fólkið geti valið hverja það vill og treystir best til að taka við þeim brunarústum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir gramsar í af ákefð, án nokkurs árangurs!!


mbl.is Fimm sagt upp hjá OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband