Kosningar eru aldrei heppilegar - að mati sitjandi stjórnvalda

Jóhanna telur kosningar ekki heppilegar nú, of miklir erfiðleikar steðja að þjóðfélaginu. Hvernig var ástandið þegar síðast var kosið?

Hafi verið réttlætanlegt að kjósa vorið 2009, er það ekki síður réttlætanlegt nú.

Fylgi ríkisstjórnarinnar nú er svipað og fylgi ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, veturinn 2009. Munurinn liggur hins vegar í fylgi stjórnarandstöðunnar. Veturinn 2009 hafði stjórnarandstaðan nokkuð fylgi hjá þjóðinni, nú er hún jafnvel með minna fylgi en ríkisstjórnin, ef marka má skoðanakannanir.

Þetta segir að Alþingi í heild sinni hefur lítið fylgi þjóðarinnar. Hvaða ástæður geta verið sterkari til að kjósa nýja fulltrúa þangað inn?

Vandinn liggur í því að bæði stjórn og stjórnarandstaða virðast hafa komist að þegjandi samkomulagi um að ekki verði boðað til kosninga strax. Þetta samkomulag kemur báðum til góða, ráðherrar halda sínum dýrmætu stólum, þó þeir séu allt of smáir fyrir þá stóla og stjórnarandstaðan vill að skemmdarverk stjórnarinnar verði enn meiri, áður en þeir fá að taka við. Það vita allir að auðveldara er að gera gott þegar tekið er við slæmu búi en góðu, þó þessari eymdar ríkisstjórn hafi ekki tekist það. Þá óttast bæði stjórn og stjórnarandstaða hugsanleg ný framboð og vilja ekki taka slag við þau strax.

Auðvitað á að kjósa sem fyrst, það er alltaf rétti tíminn til að gera góða hluti!


mbl.is Kosningar ekki heppilegar nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Er ekki almennt kosið á fjögurra ára fresti?

Skeggi Skaftason, 29.9.2011 kl. 21:57

2 identicon

Þau þurfa að sitja lengur til að geta einkavinavætt meira. Held að takmarkið sé að einkavinavæða jafnmikið á 4 árum og Sjálfstæðisflokkurinn á 40 árum (þau eru nálægt því takmarki nú þegar).

Björn (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 23:51

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verjumst og mætum á Völlinn þann 1 október!

Sigurður Haraldsson, 30.9.2011 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband