Enn meiri álögur á sveltandi almenning

Hækkun skatta í tíð núverandi ríkisstjórn:

Tekjuskattur einstaklinga hækkaði um 13.8%
Útsvar hækkaði um 11%
Erfðafjárskattur hækkaði um 100%
Áfengisgjald á Bjór hækkaði um 31,6%
Áfengisgjald á Léttvín hækkaði um 31,6%
Áfengisgjald á sterkt áfengi hækkaði um 27,8%
Olíugjald hækkaði um 19%
Bensíngjald (almennt) hækkaði um 229%
Flutningsjöfnunargjald af bensíni hækkaði um 11%
Vörugjald af bifreiðum hækkaði mest um tæp 50%
Tóbaksgjald hækkaði um 35%
Virðisaukaskattur hækkaði um 4%
Tryggingagjald hækkaði um 62%
Atvinnutryggingagjald hækkaði um 586%
Gjald í ábyrgðasjóð launa hækkaði um 250%
Fjármagnstekjuskattur hækkaði um 100%
Tekjuskattur fyrirtækja hækkaði um 33%
Tekjuskattur sameignarfélaga hækkaði um 53%
Skattur af tilteknum fjármagnstekjum hækkaði um 33-100%

Nýjir skattar í tíð núverandi ríkisstjórn:

Hátekjuskattur 8%
Auðlegðarskattur 1.5%
Skattur á díselolíu 4,35 kr/ltr
Skattur á Bensín 3,8 kr/ltr
Skattur á flugvélaeldsneyti 4,1 kr/ltr
Skattur á brennsluolíu 5,35 kr/ltr
Gistináttagjald 100 kr/nóttin
Skattur á vaxtagreiðslur 10%
Bankaskattur 0.08%
Skattur á gengisinnlánsreikninga 20%
Orkuskattur á rafmagn 0,12 kr
Orkuskattur á heitt vatn 2%
Skattur á arður til eigenda fyrirtækja 50%

Við þetta bætist svo 26% hækkun á rafmagni ofaná þá miklu hækkun sem við fengum síðasta sumar, aukin gjaldtaka banka og lánafyrirtækja auk ýmissa annara hækkana.

Það er því frekar holur hljómur þeirra sem kenna 4% launahækkun um 5% verðbólgu!!

Þá hafa ríki og sveitarfélög tekið fram úr bönkum og lánastofnunum í óbilgirni í innheimtu og hélt maður að það væri ekki hægt.

Sum sveitarfélög eru svo hörð í innheimtu að ekki líða nema nokkrir dagar frá því skuld fellur þar til henni er vísað til innheimtustofnana. Jafnvel dæmi þess að innheimtustufnun hefur sennt sinn reikning með tilheyrandi álagningu áður er sveitarfélagið hafði komið sínum reikningi til skila til greiðanda!

Það er því ekki nóg með að ekki skuli vera nein hjálp að viti til fjölskyldna landsins vegna stökkbreyttra lána, þá stökkbreytast öll gjöld og skattar einnig og ríki, sveitarfélög og bankastofnanir eru komin í kapphlaup um að kreysta þá örfáu aura sem fólkið hefur enn í pyngju sinni!

Svo þegar þetta fólk fer fram á hóflegar launabætur er það ekki hægt, heldur er því skammtað einhver lúsarbót sem hvorki er fugl né fiskur. Þessari hungurlús sem launafólkið fékk er svo kennt um að verðbólgan skuli aukast!!

Það er magnað hvað fólk, einkum stjórnmálafólk er blint á eigið getuleysi og hvað það er fljótt að hlaupa í felur þegar auðmagnið sýnir tennur sýnar!!

Það hefur ekki staðið á ríkisstjórninni að dæla fjármagni í bankastofnanir, sem svo að hluta voru færðar erlendum aðilum til eignar, aðilum sem enginn veit í raun hverjir eru.

Það hefur ekki staðið á ríkisstjórninni að dæla fjármagni í hin ýmsu tryggingarfélög, sem eyddu sjóðum sínum í fasteignabraski um allan heim m.a. í Asíu.

Það hefur ekki staðið á ríkisstjórninni að dæla fjármagni í ESB umsóknina, þó meirihluti þjóðarinnar sé á móti þeirri vegferð!

En þegar kemur að því að leiðrétta hlut fjölskyldna er ekki til fé.

Þegar kemur að því að hjálpa til við atvinnuuppbyggingu eru unnið hörðum höndum gegn því með höftum og skattaálögum.

Og þegar sveltandi almenningur vill hærri laun er það ekki hægt, það gæti ógnað stöðugleikanum! Hvaða andskotans stöðugleika?!

Loks þegar næst að kría út lúsarlaunahækkun er henni kennt um að verðbólga skuli vera á uppleið, þó vitað sé að sú þróun var hafin löngu áður en launahækkanir komu til. Verðbólgan er fyrst og fremst vegna rangrar stjórnunar, eða öllu heldur stjórnleysis ríkisstjórnarinnar!! Skattpíning ríkisstjórnarinnar á fyrirtækin leiðir beint út í þjóðfélagið, en almenningur verður að herða sultarólina enn frekar. Hann hefur enga möguleika á að koma þeirri skattpíningu er að honum snýr yfir á aðra!!

Þessi ríkisstjórn hefur valdið þjóðinni meiri skaða en allir útrásarguttarnir til samans. Tjón þeirra var geigvænlegt en það tjón sem núverandi ríkisstjórn hefur valdið er enn meira og vandséð hvernig eða hvort það verði nokkurn tímann bætt!!

Burtu með þetta lið áður en það veldur meiri skaða!!

 


mbl.is Hækkun orkureikningsins 26%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband