Schengen

Það er ljóst að þegar 10 (11) ríki ESB geta ekki staðið við Schengen samkomulagið er eitthvað að. Samkomulagið er ekki að virka sem skildi.

Schengen var stofnað 1985 af Benelux löndunum ásamt Frakklandi og Þýskalandi. Síðan hafa flest ríki ESB gerst aðilar auk Íslands, Noregs og Sviss. Ísland og Noregur fengu aðild 2001 og Sviss 2008. Árið 1997 var Schengen samkomulagið fellt inn í lagaramma ESB.

Þegar Ísland gerðist aðili að samkomulaginu var haldið uppi þeim málflutningi að þetta væri okkur einungis til góðs, að ekkert slæmt væri við að gangast að þessu samstarfi ( svona svipaður málflutningur og aðildasinna í dag ).

En hefur svo verið, hefur þetta orðið þjóðinni til hagsbóta? Vissulega þurfum við ekki að fara í vegabréfaeftirlit þegar við ferðumst innan Schengensvæðisins, svona að mestu. Þar með eru kostirninr upp taldir.

Ókostirnir eru heldur fleiri og skapast þeir að mestu vegna þess að við erum einskonar útstöð þessa samstarfs. Annars vegar er óheft flæði fólks inn og út úr landinu en hins vegar eru kröfurnar mun meiri og eftirlitið mikið, þ.e. ef ferðast er út fyrir Schengensvæðið. Þetta hefur leitt til þess að enginn sparnaður er hjá okkur við landamæraeftirlit, þvert á móti hefur kostnaður aukist töluvert. Þau riki sem eru innan svæðisins, eiga eingöngu landamæri að löndum Schengens eins og t.d. Þýskaland, geta hins vegar sparað töluvert í landamæragæslu hjá sér og hafa flest gert það.

Sú staðreynd að Ísland er útstöð Schengen og að um Ísland fer mikill fjöldi fólks út af svæðinu, hefur leitt til þess að hér verða strandaglópar fjölmargir þeirra sem ætla sér að komast ólöglega út af Schengnsvæðinu. Samkvæmt samkomulaginu á að senda þetta fólk til þess lands sem það upphaflega kom til innan svæðisins en staðreyndin er að oftast er það ekki vitað og við sitjum því uppi með fólkið með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðfélagið.

Auðvitað hefur aðild okkar að Schengen valdið því að auðveldara er fyrir atvinnurekendur að flytja inn fólk til vinnu og oftar en ekki er síðan svindlað á kjörum þessa fólks. Þetta sáum við glöggt í loftbólunni fyrir hrun og því miður tíðkast þetta enn. Mansal hefur aukist verulega hér á landi og skipulagðir glæpahópar í öðrum löndum innan Schengen hafa náð fótfestu hér á landi.

Að svo mörg lönd innan þessa samkomulags skuli ekki geta uppfyllt skilyrði þess bendir til að samkomulagið sé ekki eins gott og af hefur verið látið. Það sem kemur þó mest á óvart er sú staðreynd að Þýskaland, Spánn, Svíþjóð og fleiri ríki sem eru innan kjarna samstarfsins og eiga ekki landamæri nema að öðrum Schengen löndum, skuli ekki treysta sér til að fara að því. Þá er einnig stór merkilegt Þýskalnd og hugsanlega Belgia, sem voru meðal stofnríkja Schengen skuli ekki geta staðið við samninginn!

Það er ljóst að hagur okkar af Schengen samstarfinu er einhver, en ókostir þess fyrir okkur eru þó meiri. Sá sparnaður sem við njótum af þessu samstarfi er borgaður margfaldur til baka.

Því er spurning hvort við eigum yfir höfuð erindi inn í þetta samstarf.

 


mbl.is ESB hótar 10 löndum málshöfðun til að tryggja frjálsa för
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Svarið er nei aldeilis ekki!

Sigurður Haraldsson, 26.8.2011 kl. 08:34

2 Smámynd: Vendetta

Rétt er það. Schengen-samningurinn var og er afsprengi hégóma veruleikafirrtra embættismanna, sem aðhyllast alranga forgangsröðun. Þeir héldu, að með því að leggja niður landamæraeftirlit milli aðildarríkjanna myndu þjóðríkin/þjóðirnar aðlagast hvor annarri. Þjóðirnar í aðildarríkjunum eiga mjög lítið sameiginlegt. Sameining evrópskra ríkja var reynd af mikilli ákefð milli 1939 og 1942, en það þótti ekki gefa góða raun. 

Að þurfa af sýna vegabréf hefur aldrei skipt neinu máli. En það sem einnig átti að vera hluti af innri markaði ESB, nefnilega jafn aðgangur að vinnumarkaði á næstum öllu ESB-svæðinu, hefur alls ekki virkað sem skyldi. Ég sé í anda einhvern Íslending sem sækir um starf á Spáni (sem ekki er beinlínis á vegum ESB, sem er einungis örlítið brot), sem slatti innfæddra sækir líka um. Vinnuveitandinn mun að öllu jöfnu taka alla spænska umsækjendur fram yfir þann íslenzka, annars kvarta stéttarfélögin. Og þau ríki sem opna algjörlega fyrir óheftan aðgang að vinnumarkaði (eins og t.d. Ísland) tapa á því, því að flest hin Schengen-löndin hafa í raun ekki opnað fyrir neitt nema fjárfestingar. Öll aðildarríkin hafa og munu skara eld að eigin köku og er það mjög eðlilegt. Þau hafa fyrst og fremst skyldur gagnvart þegnum eigin ríkis, sama hvað embættismenn í Brüssel æmta og skræmta.

Þegar ESB talar um frjálsa för íbúa innan ESB, þá er það orðagjálfur, því að skv. reglum Schengen er hægt að stöðva hvern sem er hvenær sem er hvar sem er og þá verður viðkomandi að geta sýnt skilríki, t.d. vegabréf. Þannig að fyrir Schengen gat fólk ferðast innan sama ríkis án þess að vera að burðast með skilríki, en eftir Schengen eru allir skyldaðir til að ganga um með persónuskilríki 24/7! Engin furða þótt Samfylkingin aðhyllist ESB. Í þeim flokki örlar nefnilega ekki á rökréttri hugsun. 

Vendetta, 26.8.2011 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband