Þurfum lítið að spá í þetta mál

Við þurfum lítið að spá í þetta mál, hvort Kínverjinn sé gæðablóð eða skúrkur, eða hvort þetta sé til góðs fyrir land og þjóð eða ekki. VG mun stöðva þessar fyrirætlanir af.

Þar kemur einkum tvennt til. Um er að ræða erlenda fjárfestingu og það er að mati VG liða einungis af hinu slæma og maðurinn telst til auðmanna, en sem kunnugt er eru slíkir menn ekki velkomnir inn á yfirráðasvæði VG.

Því er alger óþarfi að velta sér upp úr því hvort og hvaða áhrif fyrirætlanir mannsins hafa. Því er fljót svarað: Engin. VG mun sjá til þess. Fyrir þeim eru þeir tveir ókostir sem framan er talið nægir til að ýta málinu út af borðinu. Frekari rannsókna er ekki þörf!

Ef Kínverjanum er alvara með sínar fyrirætlanir ætti hann að hinkra þar til VG er komin úr ríkisstjórn, þá hefur hann möguleika á að hans mál verði skoðað og ákvörðun tekin eftir skoðun og mat á málinu. Meðan VG er í stjórn verður ekki hlustað.

 


mbl.is Stór plön þarf að skoða vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband