Þórólfur Matthíasson

Þórólfur Matthíasson, launþegi þjóðarinnar er titlar sig prófersor í hagfræði, skrifaði tvær greinar í Fréttablaðið fyrir skömmu. Þar fór hann mikinn gegn bændum og eins og oftast áður var ekki heil brú í þessum skrifum mannsins, þar var hver rangfærslan á fætur annari og þversagnir í hávegum hafðar. Formaður bændasamtakanna svaraði Þórólfi eftir fyrri greinina og bennti á allar rangfærslurnar, ekkert stóð þá eftir. Í stað þess að láta kjurt liggja þá skrifaði "prófersorinn" aðra grein og var hún síst skárri. Þar með hafði hann gert sig að aðhlátursefni til langs tíma.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi maður verður uppvís að rangfærslum, bæði hagfræðilegum sem og pólitískum. Fréttastofa RUV kallar gjarnan á þennan mann til að fá "álit" á hinum ýmsu efnum og varla bregst hann í ruglinu. Hvort þetta sé gert af gamansemi, að fréttamenn hafi gaman af ruglinu og vitleysunni sem frá manninum kemur, eða hvort þeir sjálfir eru ekki vitibornari, skal ósagt látið. Hitt er þó staðreynd að hann er ætíð titlaður sem hagfræðiprófessor og það er virkilega alvarlegt mál.

Það virðist sem "prófersorinn" Þórólfur telji að honum sé heimilt að víkja fræðunum til hliðar þegar þurfa þykir. Að pólitísk sýn sé fræðunum æðri. Öll munum við eftir málflutningi þessa manns varðandi icesve samningana.

Þórólfur er kennari við Háskóla Íslands. Sem slíkur þiggur hann laun af fólkinu í landinu. Það fer óneitanlega hrollur um mann að vita til þess að innan þessarar stofnunar, sem mótar unga fólkið og menntar, skuli vera slíkir menn. Menn sem hika ekki við að snúa öllu á hvolf og jafnvel beinlínis ljúga, til að koma sinni pólitísku rétthugsun fram.

Þetta veltir einnig upp þeirri spurningu hvort þessi maður eigi kannski þátt í uppeldi allra þeirra siðblindu fjármálamanna sem hér settu allt á hausinn haustið 2008. Hvort hann hafi komið því inn höfuð þeirra sem útskrifuðust úr háskólanum á þeim árum og fóru flestir að vinna við fjármálastofnanir og þau risafyrirtæki sem þeim voru tengd, að fræðin skiptu minnstu máli. Að sannfæringin, hver svo sem hún væri, skipti öllu!

Þórólfur hefur gert sjáfan sig að ævarandi aðhlátursefni en það er grafalvarlegt mál að svona menn skuli fá að leika lausum hala innan Háskóla Íslands og móta þar hug ungafólksins!!

Þórólfur Matthíasson, fals-hagfræðingur

 


mbl.is Ungir bændur ósáttir við umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mig langar í þessu samhengi að benda á bloggfærslu eftir mig frá því í 17. október í fyrra:  Hagfræðingur sendir Hagsmunasamtökum heimilanna tóninn

Þar gagnrýndi ég hann harkalega fyrir fúsk og hann virðist ekkert hafa tekið sig saman í andlitinu hvað þetta varðar.

Marinó G. Njálsson, 10.8.2011 kl. 02:59

2 identicon

Ég er mannvinur og les því hvorki né hlusta á það sem Þórólfur segir eða skrifar, mér líður einfaldlega svo illa fyrir hans hönd.

Björn (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 06:01

3 identicon

Íslensk umræðuhefð í hnotskurn, "taka manninn en ekki boltan"!. Virðing fyrir rökræðum hefur aldrei verið mikil á Íslandi enda vilja menn helst merkja fólk til þess að ekki hlusta á það.

Ríkissjóður er nú rekinn með 130 miljarða halla og gæti raunar verið meiri. þjóðarframleiðsla er því miður ekkert að aukast. Það er búið að vefja þjóðfélaginu í 500 miljarða skuldir frá hruni og svigrúmið minnkar dag frá degi. Okkur var ráðlagt að fara í niðurskurðarferlið frá hruni. Hagkerfið ber ekki stærð hins opinbera og þjóðnýting á skuldum heimilanna í hámarki innistæðulausar eignabólu er með ólíkindum og fyrirséð að skuldastaða ríkissjóðs ekki leyfir það enda mun það þýða stórfelldar skattahækkanir. Lánsupphæðir eru alls staðar tengdar tekjum og tekjur ráða íbúðar-/og eignarverði og sá sannleikur nær langt aftur úr hagsögunni enda í raun "common sense".

Hvað lanbúnað snertir er svína- og alifuglaeldi iðnaðarframleiðsla og fullkomlega háð innflutningi á korni og ætti að geta keppt við innfluting og hefði gott af því.

Hinn hefðbundni landbúnaður mjólkurvinnsla og kindakjöt eru flestir til í að styrkja en það þýðir ekki óbreytt kerfi enda er ekkert ríki sem borgar hlutfallslega eins mikið í styrki og Íslendingar þar sem vöruverði er haldið óeðlilega háu auk þess sem það er niðurgreitt. Fæðuöryggi er eins og lélegur brandari sérstaklega ef það verður lambakjötsskortur því þá spyr fólk sig augljóslega, atvinnubótavinna á kostnað íslenskra skattborgara við að flytja niðurgreidd matvæli til ríkustu landa heims. Það að flytja til landsins áburð, olíu, girðingarefni og ausið greiðslum úr ríkissjóði til að flytja kindakjöt ofan í útlendinga niðurgreitt er náttúrlega fáránlegt og væntanlega það sem ætti að lenda fyrst undir sparnaðarhnífnum enda á framleiðsla aðeins að vera ætluð á innanlandsmarkað.

Gunnr (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 08:07

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað þarf stöðugt að vakta hagræðingu í landbúnaði og það hafa bændur sjálfir svosem haft að leiðarljósi. Matvælaöryggi er mikilvægt og ástæðulaust að hafa það að skopi. Okkur berast nægar fréttir af hinum og þessum sýktum matvælum í umferð á meginlandi Evrópu meðal annars.

Hver veit hvenær hliðstæð tilfelli verða alvarlegri?

Árni Gunnarsson, 10.8.2011 kl. 08:23

5 identicon

Þórólfur Matthíasson prófessor hefur af fádæma kunnáttuleysi og fábjánahætti hlaupið fram fyrir skjöldu á verstu afglöpum þessarar ríkisstjórnar hvað eftir annað. Til dæmis í vörn fyrir Svavarssamninginn sem hann taldi mikla snilld, útblásna hrifningu á skjaldborginni frægu sem aldrei var reist og nú í níðsherferð á hendur bændastéttinni. Held að þessi maður ætti að sjá sóma sinn í því að halda dellu hugmyndum sínum og ESB áróðri útan almennrar umræðu enda fáir eftir sem taka nokkuð mark á honum.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 08:27

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gunnr, þú segir að ég "fari í manninn en ekki boltann" í pistli mínum. Það er hárrétt hjá þér, ég ræðst að Þórólfi í þessum pistli og það geri ég af tveim ástæðum. Sú fyrri er að maðurinn gekk endanlega fram af mér í þessum tveim pistlum sínum í Fréttablaðinu og einnig vegna þess að ég hef virkilega áhyggjur af því að svona hugsandi menn skuli fá að leika lausum hala innan æðstu mentastofnunar landsins.

Ég hef þó oft áður skrifað um málflutning Þórólfs og þá "farið í boltann". Nokkur blogg skrifaði ég um málflutning hans um icesave málið, þá skrifaði ég nokkur blogg þegar hann réðst að Hagsmunasamtökum Heimilanna og málflutnig þeirra um stöðu heimila í landinu, þá skrifaði ég blogg um fáráðnlega grein mannsins um matvælaöryggið í landinu síðasta sumar. Nú hef ég hins vegar ekki skrifað neitt blogg um þær tvær greinar sem hann ritaði um landbúnaðarmál nýlega. Ég einfaldlega nenni ekki lengur að skrifa um bullið í honum, enda hafa formaður bændasamtakanna og formaður sauðfjárframleiðenda svarað skrifum hans með ágætum og við það litlu að bæta. Ýmis fleiri hafa tekið undir svör þeirra.

Hins vegar tel ég háalvarlegt mál að fræðimaður sem á að kenna ungmennum þessa lands, skuli telja það í lagi að fræðin séu látin víkja fyrir "rétthugsun í pólitík". Vegna þessa ræðst ég að manninum í stað þess að fara í boltann!!

Gunnar Heiðarsson, 10.8.2011 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband