Hvaðan vill Þráinn taka þá peninga sem þarf ?

Það væri manndómur hjá Þránni ef hann nefndi hvaðan þeir peningar sem til þarf eiga að koma. Nei mannleysið í honum leifir það ekki, hann vill ekki koma með lausn, einungis kröfu og hann veit að hann er í aðstöðu til þess!!

Það er ljóst að til að einn geti lifað verður annar að deyja, Þráinn verður að segja hverjum skuli fórnað til að kvikmyndaskólinn geti starfað á sama grundvelli og áður.

Vissulega er menningin þjóðinni dýrmæt, ekki síst kvikmyndamenningin. En þegar að kreppir verður að forgangsraða. Þá hlýtur grunnkerfið að vera í fyrirrúmi, grunnmenntunin, heilbrigðiskerfið, aldraðir og öryrkjar og að fjölskyldur geti fætt börn sín. Menningin verður að hopa fyrir þessum þáttum.

Því miður hafa núverandi stjórnvöld ekki raðað eftir þessu. Gengið hefur verið hart að grunnkerfinu en menningin hefur að mestu sloppið, þó vandræði kvikmyndaskólans nú séu einhver. Kannski vegna þess að skólinn fjölgaði nemendum sínum langt umfram það sem heimildir voru fyrir!

Sú staðreynd að hver og einn þingmaður stjórnarflokkana skuli vera í þeirri stöðu að geta komið fram með kröfu í krafti hótana, sýnir svart á hvítu hversu máttlaus þessi ríkisstjórn er. Að einn óforskammaður og siðlaus þingmaður skuli getað sett ríkisstjórnina upp að vegg er auðvitað algerlega óviðunnandi!!

Þar með er ríkisstjórnin ekki lengur starfhæf og á skilyrðislaust að segja af sér!!

 


mbl.is Setur skilyrði fyrir stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt hjá þér að þessi staða stjórnarinnar er afar sérstök og reyndar getur stjórnin ekki starfað þegar allir þingmenn hennar geta hótað hverju sem er.

En ég er hins vegar ekki sammála því að menningin eigi að víkja.  Kvikmyndaskólinn er skóli fyrir fjölmarga sem passa ekki inn í menntaskóla og háskóla landsins, sem eru hreinlega ekki gerðir fyrir bóknám.  Þarna geta þeir fengið menntun sem hentar þeim, þeir geta unnið við og skapað tekjur fyrir þjóðina.

Tökum dæmi af einhverjum Jóni Jónssyni úti í bæ sem á mjög erfitt með að læra.  Hann fer í menntaskóla, gengur ekkert allt of vel og fellur oft.  Hann reynir í einhver ár, skiptir kannski um skóla og tekur lítið nám í einu til þess að reyna.  Gefst svo á endanum upp, fær ekki vinnu vegna menntunarleysis og er mikið á atvinnuleysisbótum.

Hvað kostar það samfélagið að hafa dreng í skóla sem getur ekki lært, ár eftir ár og svo atvinnuleysisbætur?  Ég tala nú ekki um kostnaðinn sem getur fylgt fyrir ríkið sem fylgir andlegri vanlíðan í kjölfar ástandsins.  

Er þá ekki betra að bjóða manninum menntun við hæfi sem hann getur nýtt sér til að sjá fyrir sér og sínum og borga skatta?

Af hverju er mikilvægara að þeir sem eru gerðir fyrir bóknám fái menntun við hæfi en þeir sem eru gerðir fyrir eitthvað annað?

Það er fyrir löngu kominn tími á að hætta að setja bóknámið á háan hest eins og það sé það eina sem skipti raunverulega máli.  

AF (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 21:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvað ef þessi Jón Jónnson fyndi sig nú ekki í kvikmyndaskólanum, ef hann hefði nú áhuga á einhverju öðru, t.d. stjörnuskoðun. Hann getur væntanlega ekki farið hefðbundna leið til náms í henni vegna óánægju í skóla, á þá ekki bara að stofna sérstakann stjörnuskoðunnarskóla?

Ég er sammála þér að bóknámið hefur fengið of hátt vægi á móti verknámi, sérstaklega síðasta áratuginn.

Varðandi það að kvikmyndaskólinn eigi að víkja, þá misskilur þú örlítið skrif mín. Það er ekki mín meining að sá skóli eða neitt á sviði menningar eigi að víkja til frambúðar. Ég sagði einungis að þegar að kreppi verði að forgangsraða. Þá hlýtur menningin vera lægra sett en grunnþjónustan. Þar með hlýtur kvikmyndaskólinn að þurfa að víkja meðan fé er ekki til staðar, svo hægt verði að halda uppi lágmarks grunnþjónustu.

Ef valið stendur milli þess að loka einni deild á sjúkrahúsi til að skólinn geti starfað, er auðvelt að velja.

Ef hins vegar væri hægt að taka þessa peninga sem þarf til reksturs skólann með því að skerða eitthvað annað á sviði menningar, sé ég ekkert því til fyrirstöðu. Því spyr ég Þráinn hvar hann hyggst sækja það fé sem þarf.

Hugsanlega mætti lækka listamannalaunin og færa það fé til skólans!

Gunnar Heiðarsson, 9.8.2011 kl. 21:46

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki gleyma hverjir eru mestu styrkleikar íslendinga. Leggjum niður alla háskóla nema einn eða tvo á Íslandi. Styðjum og styrkjum Kvikmyndaskólann og aðra listaskóla á allan hátt.

Listin er mesti styrkleikur flestra íslendinga, og fjármálastjórn er ekki einu sinni inni á kortinu, þegar kemur að styrkleikum íslendinga!

Hvort á þá að styðja vonlausa fjárfestinga-hagfræði-lögfræðistýrða banka, eða mestu snillinga þjóðarinnar?

Ég veit hvað mér finnst.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2011 kl. 22:32

4 identicon

Ég vil alls ekki gera lítið úr bóknáminu heldur (þá væri ég líka að gera lítið úr mini menntun). Því það þarf viðskiptafræðinga og lögfræðinga til þess að skólinn geti starfað.  Allt getur þetta fólk unnið saman og gert stærri og merkilegri hluti en viðskiptafræðingurinn einn síns liðs eða kvikmyndagerðarmaðurinn einn síns liðs.

Varðandi stjörnuskoðunarskólann þá má vel vera að það sé markaður fyrir slíku og það sé hagstætt fyrir samfélagið og mætti þá stefna að því að opna slíkan skóla. En það er að sjálfsögðu allt annað að opna nýjan skóla heldur en að halda áfram með skóla sem hefur starfað í mörg ár.  Ef skólanum er lokað núna þá þarf að byrja uppbygginguna frá grunni seinna.

AF (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 23:35

5 identicon

*minni menntun átti þetta að vera ekki mini menntun

AF (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband