Betra en á Hólsheiði

Auðvitað hlýtur að vera ódýrara að byggja fangelsi þar sem allt er til staðar, rafmagn, skólp, vatn og hitaveita. Það er ljóst að miklir fjármunir munu fara í að koma þessum nauðsynjum að byggingunni á Hólsheiði.

Hvort byggja skuli á Suðurnesjum eða einfaldlega stækka Litla Hraun, ætla ég ekki að dæma. Það hefur m.a. verið bent á að of mikill kostnaður felist í að ferðast með fanga milli Reykjavíkur og Litla Hrauns, auk þess sem færð á vetrum hamli stundum. Að vísu er ekki nema 12 km styttra til Keflavíkur en Eyrarbakka, en það er þó ekki um fjallveg að fara.

Að ætla að reysa þetta fangelsi á Hólsheiði er eins vitlaust og hugsast getur. Auk þess að vegalengdin þangað er lítið styttri en til Keflavíkur, þá er Hólsheiðin, eins og nafnið ber með sér, heiði. Þarna er snjóþungt og ljóst að kostnaður við snjóruðning verður mikill. Veginum milli Hafnafjarðar og Keflavíkur er hinsvegar alltaf haldið opnum svo enginn aukakostnaður hlýst af snjóruðningi þangað, auk þess sem sá vegur er á láglendi og því mun sjaldnar sem snjó gerir þar.

Hitt er svo umhugsunarvert að sveitastjórnir á Suðurnesjum séu loks nú að álykta um þetta mál. Ef allt hefði gengið upp eins og ætlað var, væri löngu byrjað að byggja þetta blessaða hús.

Hvers vegna hafa sveitarstjórnir á Suðurnesjum ekki haldið fram þessum stað fyrr? Hvers vegna berjast þeir ekki meira fyrir að fá þessa starfsemi til sín?

Skynsemin fyrir því að byggja þarna er augljós.

 


mbl.is Suðurnesjamenn vilja fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband