Væll og skæll !!

Vissulega er hnútur og sjálfsagt geta þessir menn ekki leyst hann, frekar en annað!

ASÍ hótar verkföllum, en er það þess virði? Er sá samningur sem nánast var búið að undirrita fyrir páska það góður að fólk sé tilbúið að fara í verkfall? Varla!

Launþegar fara varla að standa í verkföllum fyrir skitin 5% og afturvirkni einungis helming þess tíma sem samningar hafa verið lausir!!

Vilhjálmur Egilsson lék stórann afleik þegar hann af frekju sinni krafðist þess að ASÍ stæðu að samþykkt gegn ríkisstjórninni. Hann hefði átt að vita að vinur hans, Gylfi, myndi aldrei skrifa undir slíka samþykkt. Gylfi Arnbjörnsson svíkur ekki eiginn flokk! Nú blasir hinn kaldi raunveruleiki við Viljálmi. Afleikur hans verður hugsanlega tilþess að til verkfalla kemur. Þá verður ekki látið duga einhver hungurlús, til að aflétta þeim. Þá verður alvöru launahækkun að koma til!

Ef Vilhjálmur og hans slekti hjá SA nauðga launafólk til verkfalla, á hann ekki von á góðu!

Nú sem fyrr biðlar Vilhjálmur til ríkisstjórnarinnar. Þangað er ekkert að sækja og jafnvel þó svo væri er ekkert mark takandi á loforðum frá þeim bænum! Svik og prettir eru einkunarorð ríkisstjórnarinnar, þegar kemur að fólkinu í landinu.

Sjálfsagt mun Jóhanna titra af hræðslu þegar alvaran skellur á henni og einhver loforð verða gefin. Síðan verða skattar hækkaðir, í krafti þess að aðgerðirnar kosti ríkisjóð of mikið. Þegar það hefur verið gert og efna á loforðin verður minna úr verki. Eftir standa launþegar enn verr en áður!

SA og ASÍ eiga að drullast til að gera samning sem tryggir fólki mannsæmandi laun. Vællinn í þessum mönnum er orðinn óþolandi, þetta er þeirra vinna og ef þeir ráða ekki við hana eiga þeir að víkja og hleypa öðrum að!!


mbl.is Kjaradeila í rembihnút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband