Kaldhæðni örlaganna

Það er vissulega kaldhæðni örlaganna ef lagasetning ráðherra Samfylkingar verður til að ESB viðræður sigla í strand. Vissulega hlær púkinn í manni við þá tilhugsun.

Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður og talsmaður þeirra sem lagt hafa fram kvörtun til ESA, sagði í fréttum RUV:

"Þeir erlendu aðilar sem hafa sett sig inn í málið eru auðvitað alveg forviða á því hvernig þetta virkar á Íslandi og neita satt að segja að trúa því hvað er að gerast, vegna þess að afturvirk íþyngjandi löggjöf gagnvart neytendum er mikið bannorð í Evrópusambandinu."

Ennfremur sagði hann:

 "Ríki sem ekki virða grundvallarréttindi þegna sinna, þau eru einfaldlega ekki hæf til að vera í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þau uppfylla ekki þau grundvallarskilyrði sem ríki þurfa að uppfylla til að geta orðið aðilar."

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og sjá að Samfylkingin hefur ekki einungis minnkað fylgi við aðild hér heima, heldur einnig útilokað inngöngu okkar í ESB!

Er þessu fólki algerlega fyrirmunað að gera nokkurn skapaðann hlut skammlaust?!


mbl.is Kvörtun lántakenda send til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já og munu aldrei geta gert neitt vitrænt, það er fyrir laungu vitað!

Eyjólfur G Svavarsson, 26.4.2011 kl. 12:57

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þá detta þau "rök" innlimunarsinna að það þurfi að ganga í ESB til að "losna" við verðtrygginguna.  Hvað fellur næst???????????????

Jóhann Elíasson, 26.4.2011 kl. 13:28

3 identicon

Þetta er nú eitthvað sem ég hef haldið fram lengi, lengi.

Það er alls ekki hægt að sjá á verkum flokksins að hann vilji starfa í "anda" ESB.

Samfylkingin veit ekki hvað ESB er.  Það er alltaf jafn fróðlegt að heyra viðtöl við þá.  Þeir ættu að fara í starfsnám í ESB ríki og kynna sér hvað ESB er.

Það mega líka fleiri ESB andstæðingar gera.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 14:37

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Engan grunar einfeldninginn

Mig fer bráðum að gruna að Samfylkingin sé í raun þjóðernisflokkur og stjórnað bak við tjöldin af einangrunarsinnum sem eru afar snjallir að dulbúast. Þeim hefur nánast af sjálfsdáðum tekist að bægja frá okkur IceSave og láta það líta út fyrir að vera óvart, hrekkja Sjálfstæðisflokkinn innanfrá án þess að stuttbuxnadrengirnir hafi enn kveikt á perunni, verða sér að athlægi hjá Sameinuðu Þjóðunum, og loks gera út um möguleika á ESB-aðild með því að hegða sér eins og í bananalýðveldi. Handritshöfundur að þessu epíska sjónarspili gæti allt eins verið Davíð Oddsson. Ætli hann og leikstjórinn hittist kannski þegar húmar að kveldi yfir kaffibolla og hlæi sig máttlausa áður en sá síðarnefndi hverfur heim og bloggar frá sér nóttina?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2011 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband