Réttmæt athugasemd

ASÍ eru samtök stéttarfélaga og hlutverk þess að standa á rétti launafólks og hjálpa því að sækja kjarabætur.

ASÍ eru ekki stjórnmálasamtök.

Stjórnmálasamtök eru pólitísk samtök þar sem fólk velur sjálft hvort það vill styðja eða vera hluti af. ASÍ eru, eins og fyrr segir, samtök stéttarfélaga. Þar er enginn spurður hvort hann vilji vera eða ekki, launafólk neyðist til að vera í þeim samtökum.

Þetta virðist Gylfi Arnbjörnsson eiga erfitt með að skilja.

Gylfi er starfsmaður og þjónn launafólks, launafólkið er ekki fyrir hann. Ef hann ekki getur sætt sig við það á hann að leita að annari vinnu og það strax!!


mbl.is Gerir athugasemdir við málflutning ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Launafólk og lántakendur eru í klípu. Verðbólga og vextir þrengja að. Engrir útvegir góðir. Fyrst hækkar ríkisstjórnin og borgin allt sem mögulegt og síðan er reynt að fá hækkuð laun. Allir settir upp að vegg, en verðbólgan leikur lausum hala með viðeigandi þrengingum.

Sigurður Antonsson, 3.4.2011 kl. 13:28

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eykur ekki verðbólgu þó laun séu leiðrétt við þær hækkanir sem dunið hafa á launafólki.

Það sem eykur verðbólgu eru þær hækkanir sem fyrstar koma og ekki er launafólk sekt af þeim. Þar eiga sök verslun og þjónusta með dyggri aðstoð ríkisvaldsins, sem hækkar álögur sem aldrei fyrr.

Að leiðrétta einhvern vegna svívirðlegs framferðis annars, getur aldrei leitt til verðbólgu! Þar er einungis um leiðréttingu að ræða.

Gunnar Heiðarsson, 3.4.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband