Smáskammtalækningar ríkisstjórnarinar.

Þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði fyrir forustu atvinnulífsins voru, eins og við mátti búast, hvorki fugl né fiskur.

Fyrir utan loforð um að greiðslur til elli og örorkuþega skuli hækka í samræmi við almennar launahækkanir, kom lítið bitastætt fram. Reyndar lítill biti í þessu loforði einnig, þar sem stjórnvöld hefðu hvort eð er þurft að hækka þessar greiðslur. Annað hefðu þau aldrei komist upp með.

Þessar tillögur minna um margt á þá aðferð sem notuð var til hjálpar fjöldskyldum landsins í haust. Þær miða að því að lofa engu nema því sem hvort eð er þarf að gera, en fjalla að öðru leyti um ýmislegt sem gaman væri að gera, engu þó lofað þar.

Hér eru hellstu atriði úr til0gum ríkisstjórnarinnar:

  • Persónuafsláttur hækkaður árlega til 2014 í samræmi við verðlag. Þarna virðist ekki eiga að leiðrétta persónuafsláttinn, en sem kunnugt er var verðtrygging hans tekin af fyrir tæpum tveim árum, af núverandi ríkisstjórn. Það á sem sagt ekki að skila því sem tekið var.
  • Skattalækku á lægstu skattþrepin frá árslokum 2012 skoðuð.
  • Aðkoma stjórnvalda að byggingu stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur skoðuð.
  • Ráðist í vegaframkvæmdir suðvestanlands með sérstakri tekjuöflun.
  • Sköpuð námstækifæri fyrir allt að 1.000 einstaklinga í haust.

Svo mörg voru þau orð.

SA setti sem skilyrði fyrir samningum að málefni sjávarútvegsins yrðu kláruð. Ekkert er minnst á það.

ASÍ setti sem skilyrði fyrir samningum að lífeyrisréttindi allra launþega yrðu samræmd. Ekkert er minnst á það.

Því verður ekki annað séð en að verkföll séu framundan. Og hvers vegna? Jú vegna þess að þeir menn sem eiga að semja um kaup og kjör launþega treystu um of á aðkomu ríkisvaldsins, þó vitað væri að þangað væri ekkert hægt að sækja. Þeir höfðu ekki getu eða vilja til að gera það sem þeim bar, að semja um kaup og kjör launafólks.

Þessir menn eru ekki starfi sínu vaxnir!!

 


mbl.is Viðræður halda áfram í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband