Tvískinningur ráðherra

Steingrímur Jóhann segir að ríkisborgararéttur sé ekki til sölu. Ég get tekið undir það, þó ég geti ekki tjáð mig um umsókn þeirra sem vilja koma með fjármagn inn í landið nú, fái þeir íslenskan ríkisborgararétt. Til þess þekki ég það mál ekki nóg.

Það sem vekur þó athygli er að þessi sami maður og segir að íslenskur ríkisborgararéttur sé ekki til sölu, vinnur nú hörðum höndum að því að kaupa landinu ímyndaðann vinskap annara stórþjóða. Og það fyrir upphæð sem ekki er vitað hver er.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur einnig sagt að henni hugnist ekki að hægt verði að selja íslenskan ríkisborgararétt. Samt gengur hún Íslendinga lengst í því að kaupa landinu ríkisborgararétt í stórríkinu ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband