Strax farið að huga að málaferlum

Það er ekki búið að samþykkja samninginn en samt er farið að tala um að fara í mál til að fá honum breitt. Hefði ekki verið betra að leysa þetta mál þegar verið var að gera hann?

Ef samningurinn verður samþykktur er varnaríki hans orðið Bretland og þá farið eftir breskum lagaflækjum við úrskurð ágreiningsefna. Þó Ragnar Hall sé sjálfsagt ágætis lögmaður og viti nokkuð vel hvað hann er að fjalla um í sambandi við þetta ákvæði, er ekki víst að hann hafi nokkurn möguleika á að ráða við her breskra lögfræðinga sem hafa sérþjálfað sig í breskum lagaflækjum.

Það er merkilegt að fjármála og forsætisráðuneyti skuli vera farin að huga að málshöfðun á hendur Bretum og Hollendingum um þennan samning sem átti að vera svo rosalega góður!

Fellum samninginn, það leysir þetta vandamál!

 


mbl.is Flytur málið fyrir TIF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband