Nýr vinkill á icesave umræðunni

Þorsteinn Pálson, sem situr nú í samninganefnd Íslands um aðild að ESB og skrifar vikulega pistla í Fréttablaðið um hvað fyrir augu hans ber þegar hann klöngrast upp á sinn Kögunarhól, kom með nýjan vinkil á umræðuna um icesave kosninguna.

Hann sagði á Hrafnaþingi að í raun væri verið að kjósa um hvort við ætlum að láta ríkisstjórnina leiða okkur eða hvort forsetinn ætti að gera það. Í einfeldni minni hélt ég að þessi kosning væri um hvort lög er heimila fjármálaráðherra að samþykkja samninga þá er nefndir hafa verið icesave samningar, ættu að halda gildi eða ekki. Það stóð að minnsta kosti á þeim kjörseðli sem ég fékk afhenntan þegar ég kaus í gær!

Þorsteinn hefur aldrei farið dult með andúð sína á forseta landsins, en þetta er nú kannski full langt teigst til að koma höggi á hann og hætt við að Þorsteinn hafi skaðað sjálfan sig mest með þessum ummælum. Hann þarf þó ekkert að óttast þar sem hann sækir ekki sitt umboð lengur til þjóðarinnar.

Þó einstakir andstæðingar forsetans vilji kenna honum um þennan samning vita allir að hann kom hvergi nálægt gerð hans eða samþykkt á alþingi.

Lágt geta menn lagst þegar þeir láta hatrið ná á tökum á sér!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þorsteinn er nú ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti, eflaust, sem víkur sér undan því að ræða um samninginn og kýs heldur að tala um forsetann. 

Menn hafa fabúlerað sig til blóðs, með pælingum um breytta stjórnskipan af völdum forsetans og jafnvel gengið svo langt að undra það, að hann vinni ekki eftir stjórnskipan annarra landa.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.3.2011 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband