Ískallt mat

Eftir að Bjarni Ben lagði sitt ískalda mat á icesave, sem var reyndar svo jökulkallt að hann missti öll tengsl við rauveruleikann um tíma, hafa margir þeirra sem vilja gangast undir kröfu Breta og Hollendinga notað þetta orðalag. Hvort það er til að sýnast meiri menn og því apað upp staðlausum frasa eftir formanni stæðsta stjórnmálaflokk landsins, skal ósagt látið.

Siv Friðleifsdóttir notaði þetta orðalag til að réttlæta sína skoðun, en hún er eini þingmaður Framsóknarflokks sem enn hefur gefið út að hún muni greiða atkvæði með icesave. Hún er líka eini þingmaður floksins sem hefur sagt að við ættum að ganga í ESB. Því miður eru þó fleiri þingmenn þessa flokks sem eru henni sammála og spurning hvort Guðmundur Steingrímsson sé nú með hausinn í frystkistunni, að leita svara fyrir komandi kosningar.

Það er hægt að leggja ískallt mat á hin ýmsu mál, en icesave málið er þó flóknara en svo að hægt sé að leggja slíkt mat á það í heild sinni, þó vissullega megi leggja ískallt mat á ýmsa þætti þess. Og vissulega gera flestir það, það er að segja þá þætti sem að því sjálfu snýr.

Fjöldskyldur í landinu leggja ískallt mat á það hvort þær eru tilbúnar til að taka við ótilgreindum álögum til allt að 36 ára, álögum til þess að tvö erlend ríki fái vexti á þá peninga sem þeir ákváðu að greiða innistæðueigendum icesavereikninga, sem í flestum tilfellum voru fagfjárfestar. Vexti af peningum sem þessar þjóðir ákváðu að greiða til að verja bankakerfið í eigin landi.

ESB sinnar leggja ískallt mat á hvaða áhrif það hefur á innlimunarferlið ef lögin verða felld.

Sum fyrirtæki hafa svo notað þetta deilumál til að rétlæta að þau hafi ekki nægan aðgang að lánsfé, en auðvitað eru einhverjar aðrar ástæður fyrir því og sú líklegasta að erlendir fjármagnseigendur séu ekki tilbúnir að leggja fé til lands þar sem stjórnleysi ríkir í ríkisfjármálum. Nýleg dæmi sanna það, þar sem t.d. eitt íslenskt fyrirtæki fékk stórt lán erlendis gegn því skilyrði að það fé væri einungis notað fyrir dótturfærirtæki þess erlendis, að það yrði ekki flutt til Íslands. Það var ískallt mat þeirra sem lánuðu þessu fyrirtæki.

Á hvaða forsendum Bjarni Ben byggir sitt ískalda mat er ekki gott að segja, en hann er alla vega ekki á sömu línu þar og flestir kjósendur Sjálfstæðisflokksins. En þetta ískalda mat verðu Bjarni að eiga við sig, þegar hlána fer í kollinum á honum.

Ég haf lagt ískallt mat á þann hluta þesa samnings er að mér og mínum snýr, þ.e. þá óvissu sem samningurin hefur í för með sér fyrir börn mín og barnabörn. Mitt ískalda mat á því er að samningurinn sé of opinn og óviss til að ég hafi samvisku til að setja þennan klafa á herðar barna minna og barnabarna til næstu 36 ára, tl þess að bæta breskum og hollenskum stjórnvöldum þá fljótfærni að greiða fagfjárfestum innistæður í reikningum sem áttu að gefa þessum sömu fagafjárfestum stórar upphæðir!

Því hef ég þegar nýtt mér kosningarétt minn og sagði NEI.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband