Ótarfshæfa stjórnin að missa tvo þingmenn

Jæja, þá er stjórnin nánast fallin! Einungis með tveggja þingmanna meirihluta, ef Þráinn Bertelson er talinn með.

Þetta festir Jón Bjarnason enn frekar í sessi ráðherra og hætt við að nú fari um Jóhönnu.

Reyndar hefur heyrst að Sjálfstæðisflokkur ætli að koma að stjórninni, en það tel ég þó óraunhæft. Þó nokkrir þingmenn hans vilji gjarna komast í stjórn, til að fylgja eftir ESB aðlögunnin, þá væri það pólitískt sjálfsmorð fyrir flokkinn og þó sérstaklega formann hans.

Kosningar er eina raunhæfa leiðin. Stjórn sem hefur ekki getað komið neinum málum fram á þingi og missir nú tvo af sínum þingmönnum er enn óstarfhæfari en áður!

 


mbl.is Ætla ekki að styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér Gunnar, það eiga fara fram kosningar sem fyrst.

Ef forysta Sjálfstæðisflokksins fer í samstarf með þessar ríkisstjórn, eða Samfylkingunni, þá er það pólitískt sjálfsmorð.

Ég sagði það við alla forystumenn flokksins, vorið 2007, að samstarf með SF gengi aldrei upp, það trúði náttúrulega enginn svona sjómannsræfli sem hefur enga háskólagráðu, en ég hafði nú rétt fyrir mér í því máli.

Ég mun aldrei styðja ríkisstjórn SF og Sjálfstæðisflokks þó ég haldi eflaust áfram að vera í Sjálfstæðisflokknum.

Jón Ríkharðsson, 21.3.2011 kl. 12:34

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samfylkingn og Sjálfstæðisflokkurinn er ekki slæmur kostur. Ef SF setur ESB málið á ís þá á þetta að ganga

Við þrufum að koma atvinnulífinu af stað og XD er hæfasti flokkur til þess... og SF veit það.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2011 kl. 17:34

3 identicon

Ríkisstjórnin sem ekki kann að reikna verður ekkert svekkt fyrr en hún kemst að því hvað þetta þýðir.... einhverntíman seint á næsta ári (áætlað út frá vinnsluhraða í Skjaldborginni)

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 18:19

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér ÞSHogH að við þurfum að koma atvinnulífinu af stað. Það er forgangsmál.

Hvort það verði hægt með aðild SF að rikisstjórninni er ég ekki eins viss um, auk þess sem sá flokkur mun aldrei samþykkja að setja ESB á ís. Því miður eru þungavigtamenn í þingliði XD sem eru á sama máli og samfylkingin í því máli.

Eina lausnin eru kosningar. Menn segja að ekki megi eyða tíma í kosningabaráttu og stjórnarmyndunarviðræður og því ekki hægt að kjósa núna. Fyrir það fyrsta erum við búin að vera án starfhæfrar stjórnar í meira en tvö ár og því standast þau rök ekki. Það er oft gripið til þessara raka af sitjandi ríkisstjórnum þegar þær eru komnar í vandræði. Aldrei hefa þessi rök þó staðist.

Gunnar Heiðarsson, 21.3.2011 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband