Þegar launafólkið er komið í kjarabaráttu við sín stéttarfélög, er fokið í flest skjól !!

Stéttarfélag Vesturlands, Rafiðnaðarsamband Íslands og VR viðing, réttlæti, gefa skít í sína félagsmenn.

Sú undarlega og fordæmalausa staða kom upp fyrir réttri viku síðan að þessi stéttafélög stöðvuðu samningafund hjá ríkissáttasemjara og lýstu hann ólögmætan. Þetta hefur, að ég best veit, aldrei áður gerst í sögu verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi.

Eftir þetta kröfðust starfsmenn þeir er við áttu og eru í þessum félugum skýringa og lausnar. Nú í vikunni hafa verið haldnir fundir með fulltrúum þessara félaga ásamt þeim félögum öðrum sem að þessum samningi standa og fulltrúum starfsmanna. Í gær kom niðurstaðan.

  • Stéttarfélag Vesturlands ætlar ekki að sitja fundi þessarar samninganefndar og ekki taka þátt í þessum samningi!
  • VR virðing, réttlæti, ætlar heldur ekki að sitja nefndina eða taka þátt í samningum fyrir sitt fólk! Ástæðan er of há launakrafa starfsmanna!!
  • Rafiðnaðarsambandið er til í að semja fyrir sína starfsmenn en leggur fram tvær kröfur; að byrjað verði frá grunni á viðræðunum og þeirri vinnu sem þegar er búin verði kastað fyrir borð, auk þess sem það er krafa RSÍ að formaður Verkalýðsfélags Akraness verði ekki formaður nefndarinnar!!

Þar liggur hundurinn grafinn! Persónuleg óvild formanna þessara félaga í garð formanns VLFA er tekin fram fyrir hagsmuni félagsmanna, með fullum stuðningi eða af kröfu forseta ASÍ!!

Þess ber að gæta í þessari umræðu að um vinnustaðasamning er að ræða í fyrirtæki sem var leiðandi í slíkum samningum löngu áður en þeir voru taldir almennir. Það form og sú aðferð sem nú var beitt í þessum vinnustaðasamningi var að öllu leiti með sama hætti og áður hefur verið án athugasemda þeirra stéttafélaga sem nú svíkja sína umbjóðendur! Þetta samningsform hefur verið við líði á þessum vinnustað frá árinu 1979, eða í 32 ár, án þess að gert hafi verið athugasemd við það fyrr en nú!!

Sú staðreynd að formenn stéttafélaga skuli láta það bitna á sínum skjólstæðingum þegar einn formaður þorir og framkvæmir, er auðvitað algerlega út í hött og engum til framdráttar nema atvinnurekendum!! Formenn annara félaga og ekki síst stjórn ASÍ ættu heldur að taka þennan formann sér til fyrirmyndar og fara að vinna fyrir launafólkið, í stað þess að vinna gegn því.

Það eina sem þessi formaður hefur "til saka" unnið er að hann hefur verið óhræddur að gagnrýna vinnubrögð verkalýðshreyfingarinna og dugleysi hennar fyrir hönd sinna skjólstæðinga.

Ef það er með þessum hætti sem ASÍ svarar gagnrýni eiga þau samtök ekki lengur tilverurétt!!

Ég hvet eindregið alla þá sem eru í Stétarfélagi Vesturland, Rafiðnaðarsambandi Íslands og VR virðing réttlæti, til að segja sig úr þessum félugum. Það er félagafrelsi á Íslandi og hverjum frjálst að velja sér það stéttarfélag sem þeir kjósa. Ég geri fastlega ráð fyrir að þeir örfáu starfsmenn sem aðild eiga að þessum samningi og eru í þessum félugum séu þegar búnir að segja sig úr þeim.

Sjá meira hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband