Bjarni Ben v/s Steingrím J

Ég horfði á Kastljósið í gærkvöldi. Sem betur fer SÁ ég það. Ef ég hefði bara heyrt það hefði verið erfitt að átta sig á  hvorn Helgi Seljan var að yfirheyra, formann Sjálftæðisflokks eða formann Vinstri grænna.

Í þessu viðtali tókst Bjarna Ben að endurtaka nánast öll rök Steingríms, orðrétt. Þau rök sem Steingrímur hefur haldið á lofti við afgreiðslu icesave frá upphafi til dagsins í dag. Ekki bara um forsendur fyrir samþykkt samningsins heldur einnig varðandi það hvort forseti ætti að vísa málinu til þjóðarinnar.

Þá var skelfilegt að heyra hvað Bjarni virtist vera nákvæmlega sammála Steingrími þegar kom að umræðunni um svik við ákvarðanir og stefnu fllokka. Þar voru helstu rökin þau að jafnvel þó töluverður fjöldi flokksmanna hefðu lýst yfir mikilli óánægju, þá væru einnig nokkrir sem væru honum sammála og einungis örfáir gengið úr flokknum. Þetta voru nánast orðrétt rök Steingríms, þegar hann er spurður slíkra spurninga.

Mikið óskaplega hlýtur Steingrími J vera létt núna. Hann fékk nánast algeran frið frá fjölmiðlum eftir afgreiðslu alþingis í þágu Breta og Hollendinga. Öll umræðan snerist um svik þingmanna Sjálfstæðisflokks.

3. febrúar 2011 verður lengi í minnum hafður hjá sjálfstæðisfólki á Íslandi!!

 


mbl.is Ólga vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvort er verra HÆGRI SÚ eða VINSTRI SNÚ???????   

Jóhann Elíasson, 4.2.2011 kl. 09:40

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég vil fá að sjá á borði þetta "kalda" hagsmunamat Bjarna.

Eggert Guðmundsson, 4.2.2011 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband