Bjarni Ben tekur upp vinubrögð Steingríms J !!

Þá hefur Bjarni Ben ritað sinn dóm. Hann fetar í fótspor formanns VG og svíkur flokk sinn og kjósendur.

Það væri gaman að fá svona eitt stykki skoðanakönnun núna til að sjá hversu stórum skaða Bjarni hefur valdið sínum flokki!

Þegar formenn flokka og þingmenn þeirra taka þá afstöðu að fara gegn samþykktum eiginn flokks verða þeir að hafa haldbærar skýringar.

Steingrímur J hafði þær, ráðherrastólarnir voru of tælandi!

En Bjarni? Hvaða haldbæru skýringu hefur hann? Er kannski búið að lofa honum ráðherrastól líka? Er Samfylkingin að leika sama leik við Bjarna Ben og hún lék við Steingrím J ? Að vísu verður Samfylkingin þá að skipta um formann, en það er öllum ljóst að það verður gert innan mjög skamms tíma.

Eru menn svo hissa þó alþingi Íslendinga sé ekki hátt skrifað í hugum kjósenda?

 


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viljum við komast út úr kreppunni? Viljum við endurheimta traust erlendis, þám. norðurlanda? Viljum við sleppa við þjóðargaldþrot vegna lokunar lánamarkaða og slæmra vaxtakjara? Ef svarið er já, þá er þetta ábyrg afstaða.

Sjálfstæismaðurafgamlaskólanum (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 17:29

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svör við þeim að ofan í réttri röð:

Við komumst ekki úr kreppunni með því að borga skuldir annarra.

Við fáum á okkur orð sem hugleysingjar þarna úti, ekki traust.

Við þurfum að hætta að stóla á útlend lán, og fara að framkvæma samkvæmt getu.

"Já" við æseiv er ekkert ábyrg afstaða.  Það er uppgjöf.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.2.2011 kl. 17:39

3 identicon

sammála þér ásgrímur

gisli (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 17:45

4 identicon

Þetta gerði útslagið.Ætla að sækja um Norskan ríkisborgararétt og kem ekki aftur til íslands.Skora á alla sem vilja ekki borga brúsann fyrir aðra að hugsa sér til hreyfings.

jósef ásmundsson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 17:48

5 identicon

Verðum að komast úr þessari stöðu. Já við frumvarpinu, svo að uppbygging geti átt sér stað, en ekki alltaf vera í vandræðum með icesave. Þetta er ekki uppgjöf, því að við náðum nýjum og betri samningi. Og efast ég um að betri komi í staðinn. HVAÐ EF, við myndum tapa dómsmálaleiðinni, hvernig myndi Ísland þá vera! Búið er að skoða ýmsar leiðir, og þetta er best í stöðunni, áður en allt fer á hausinn. Þurfum að fá erlenda fjárfesta, sem hrökklast alltaf í burtu vegna þrjósku og óskýrleika ríkisstjórnarinnar.

Þannig að.. ásgrímur, þú verður að fara út fyrir kassann, sem þú ert fastur í.

Þetta er engin uppgjöf!

Frekar segja JÁ og hefja uppbyggingu. Þrjóskan kom með betri samning, nú er tími til kominn að segja JÁ. En við gleymum samt ekki Björgólfi og Jóni og þeim vitleysingum, sem þurfa að fara bak við lás og slá.

sjálfstæðismaður (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 18:00

6 identicon

Einmitt.  Hvað ef við myndum tapa dómsmálaleiðinni?

Það er greinilegt hér að sumir Sjálfstæðismenn eru sammála þessu þó það fari minna fyrir þeim en þeim sem eru óánægðir með núverandi samþykkt meirihluta flokksins.  Það er athyglisvert

Skúli (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 19:23

7 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála þér Gunnar. Þetta er að verða meira undanrennu-liðið þarna í Sjálfstæðisflokknum.

Björn Jónsson, 3.2.2011 kl. 20:01

8 Smámynd: Halla Rut

Almenningur gerir sér enga grein fyrir hvað þetta þýðir að mér sýnist. Fólk kvartar og kveinar yfir niðurskurðinum núna, hvernig haldið þið að hann verið þegar byrjað verður að gefa alla þessa peninga til þessara kúgunarríkja?

Þetta fjallar allt um ESB og ekkert annað, eða jú eitt annað, fiskinn í sjónum, en hér hefur Bjarni selt sálur sína og velferð okkar hinna fyrir vini sína og velgjörðamenn sem eiga kvótann.

Halla Rut , 4.2.2011 kl. 00:08

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samkvæmt samningnum á að greiða vel yfir tuttugu miljarða strax að lokinni samþykkt hans á þingi og eitthvað yfir tíu miljarða á næsta ári. Samtals er þetta nærri fjörutíu miljarðar á fyrstu tveim árunum.

Hvað átti niðurskurðurinn að gefa í ríkiskassann? Var það ekki nálægt þrjátíu miljörðum?

Svo hafa þeir sem tala fyrir þessum samningi sagt að kostnaðurinn við hann gæti farið allt niður í tuttugu miljarða. Þetta lét Jóhanna hafa eftir sér fyrir nokkrum vikum. Hvernig í ósköpunum má það vera þegar strax þarf að greiða hærri upphæð og á næsta ári enn meira? Kunna sumir þingmenn og ráðherrar ekki einfaldasta reikning, plús og mínus. Það þarf ekki flóknari reikning en það til að sjá í gegnum lýgina!!

Gunnar Heiðarsson, 4.2.2011 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband