Ég hef aldrei verið í skóla hjá Þórólfi Matthíassyni

Sjálfstæðisflokkurinn grefur sína gröf. Með samþykkt icesave fara þingmenn flokksins gegn vilja og samþykktum flokksins. Því hljýtur fólk nú að spyrja sig hvort þeir ætla að afgreiða ESB með sama hætti!

Sigmundur Davíð sagði að Framsóknarmenn sjá ekki forsendur fyrir að samþykkja icesave. En er hann svo viss um hvernig Samfylkingarfólkið innan Framsóknarflokksins, Sif Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson munu fara með sitt atkvæði. Reyndar tjáir Guðmundur sig sjaldan á þingi en Sif fer nokkuð oft í ræðupúlt. Það þarf engan stjórnmálasnilling til að átta sig á hvar pólitískur vilji þeirra liggur. Ræður þeirra á þingi segja það skírt og skorinort. Því er ekkert víst, þó formaður Framsóknarflokks segi að flokkurinn muni ekki styðja icesave, að allir þingmenn flokksins fylgi honum.

Að sjálf sögðu kætist Steingrímur Jóhann og hlær nú eins og púkinn á fjósloftinu. Hann er vissulega ánægður með að höfuðandstæðingurinn skuli ætla að draga hann að landi. Nokkuð er víst að Jóhanna er einnig kát, en jafn öruggt að hún mun ALDREI láta þá kæti uppi. Að þakka Sjálfstæðisflokki er í hennar augum verra en nokkur drottinssvik!!

Steingrímur J segir að aukin skuldsetning muni liðka fyrir lántökum erlendis. Þessi speki er algerlega fyrir ofan minn skilning, enda hef ég aldrei verið í skóla hjá Þórólfi Matthíassyni. Á Steingrímur við að þeir sem skuldi mest, hellst vel yfir þau veð sem hann getur lagt fram og enn betur fram yfir greiðslugetu af sínum lánum, eigi auðveldara með að fá lán í banka? Það er kannski kominn tími til að tala við útibússtjórann og athuga hvort ekki megi bæta nokkrum millum á húsið, sem nota bene, bankinn hefur nú eignast allt, í boði Steingríms og Jóhönnu, líka þau um það bil 50% sem ég átti í því fyrir hrun!!

 Hvort við getum borgað eða ekki af icesave er þó aukaatriði. Aðalatriðið er hvort við viljum stunda okkar samskipti og viðskipti við aðrar þjóðir samkvæmt þeim milliríkja og alþjóðasamningum sem í gildi eru hverju sinni, eða hvort við ætlum að viðurkenna að stærri þjóðir geti kúgað þær minni í krafti sinnar stærðar!!

 


mbl.is Fagnar afstöðu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband